Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 20
20 Kvikmyndaskoðun MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009 Ástráður Eysteinsson annaðist útgáfuna og ritaði eftirmála. NÝ LJÓÐABÓK EFTIR MATTHÍAS JOHANNESSEN Vegur minn til þín Matthías sannar hér sem aldrei fyrr hversu fjölhæfur hann er í efnistökum og tjáningu. Hann yrkir nútímaljóð í hefðbundnum bragformum, líkt og ekkert sé eðlilegra, en á það líka til að semja glettin prósaljóð um samferða- menn sína eða bregða á loft smáum myndum í frjálsu formi sem opna þó víða sýn á náttúruheiminn. Skáldið hugar að minningum sínum og leiftrum úr mennin- garsögunni en hann leyfir samtíðinni einnig að snerta kviku sína á ævikvöldi. Hann yrkir um hrunadansinn, feigðarósinn, lífsfögnuðinnn og ekki síst um erindi sín á vegum ástarinnar. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@simnet.is E flaust hugsa fæstir sem ekki orðið hafa fyrir þeirri hræðilegu lífs- reynslu, sem kynferð- islegt áreiti og nauðgun er, hversu margt í umhverfinu, sem öðrum er sárasaklaust, getur orðið til þess að rifja hana upp, eins og t.d. kynferðislegt ofbeldi í kvik- myndum. Kvikmyndir eru vinsæl af- þreying, efni þeirra fjölbreytilegt og flestir finna eitthvað við sitt hæfi. Merkingum um innihald mynda finnst sumum þó ábótavant en þær eru einungis tengdar aldri sem oft segir neytandanum lítið. Ofbeldi í kvikmyndum er margs konar eins og viðmælandi Morg- unblaðsins bendir á en hann telur þó sérstaklega að kynferðislegt of- beldi og nauðgun í kvikmyndum valdi þolendum slíkrar reynslu oft óþarfa sálarkvöl og upprifjun á reynslu sinni og slík atriði komi oft- ast að óvörum. Hann vildi ekki koma fram undir nafni að beiðni unnustu sinnar og er hér nefndur Björgvin. „Ef mynd- ir væru merktar sérstaklega, að í þeim væri nauðgun, þá hefði þolandinn val og gæti ein- faldlega farið á aðra mynd án þess að skýra út fyrir öðrum hvers vegna,“ segir hann. „Ég fer mikið í kvikmyndahús og það er frábær upplifun að sjá góða og vel leikna bíómynd. Tæknin er orðin svo mikil að það er nánast eins og maður sé þátttakandi í myndinni sjálfri, svo mjög lifir maður sig oft inn í hana. Oftast er það jákvæð og skemmtileg upplifun. Þó koma upp tilvik, þar sem maður vildi óska að maður gæti forðað sér og sínum út úr kvikmyndasalnum án þess að nokkur tæki eftir.“ Björgvin og tekur sér málhvíld áður en hann heldur áfram. „Það er ekki vegna þess að myndin sé léleg eða illa leikin heldur vegna þess að hún er of raunveruleg til þess mað- ur geti notið hennar. Sessunautur manns strýkur skyndilega af sér tár sem fossa niður kinnarnar og geng- ur í gegnum enn eina upprifjunina á sárri reynslu – og nú í Dolby Digi- tal.“ Björgvin segist vita hvernig það er að vera aðstandandi konu sem hefur orðið fórnarlamb nauðgara. „Ég veit hvernig mér, sem aðstand- Er nauðgun skem Ekki er varað sér- staklega við nauðgun í kvikmyndum og getur það rifjað upp sára reynslu hjá fólki sem hefur orðið fyrir nauðg- un. Hér er rætt við maka fórnarlambs nauðgunar, sem vill að slíkar myndir séu merktar sérstaklega. Nauðgun Monica Bellucci í hlutverki sínu í Irreversible, þar sem nauðgun á sér stað. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nauðgun í bíó anda, líður þegar ég sit í myrkv- uðum kvikmyndasal og horfi á leikna nauðgun, en ég get ekki ímyndað mér hvernig manneskju sem hefur verið nauðgað líður á slíkri stundu. Ég veit þó að viðkom- andi upplifir enn á ný miklar og sárar tilfinningar. Þessi atriði eru því miður að verða harkalegri, ít- arlegri og óvæntari með hverri mynd. Kvikmyndir séu merktar Björgvin segist þó alls ekki vera á móti því að því að kvikmyndir sýni og fjalli um kynferðislega áreitni eða nauðganir. „Ég er alls ekki á móti því að þessi hryllingur sé sýnd- ur fyrir fullum kvikmyndasal og má Merkið Hugmynd hönnuðar Morg- unblaðsins að viðvörunarmerki um nauðgun í kvikmynd. Í því er hvítur borði, sem er tákn gegn kynbundnu ofbeldi, og grænblár litur, sem er litur þolenda kynferðisofbeldis. „Þetta er ágætispunktur sem Björgvin bendir á í þessu viðtali og margt, eins og hann nefnir, sem réttlætir það að kvikmyndir og myndbönd séu merkt sérstaklega komi fram í þeim nauðgun. Fórnarlömb nauðgana end- urupplifa oft lífsreynslu sína og ef hægt er að koma í veg fyrir það þá er það af hinu góða,“ segir Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum. „Mig langar í framhaldi af þessari umræðu að fara með hana aðeins lengra og benda á að t.d. á Spáni er afar gott samstarf á milli félagasamtaka kynferðisof- beldis og fjölmiðla. Í hvert skipti sem fjallað er um kyn- ferðisofbeldi í fjölmiðlun er hnýtt aftan í umfjöllun upplýsingum um hvar þolendur geti leitað aðstoðar. Það væri mikill fengur í slíkri samvinnu hér á landi.“ Margt sem réttlætir sérstaka merkingu „Við höfum fullan skilning á þessu vandamáli og höfum rætt það hér,“ segir Konst- antín Mikaelsson, vörustjóri DVD, myndbanda & sjónvarps hjá Senu og skoðunarmaður. „Við förum eins og aðrir inn- flutnings- og dreifingaraðilar kvikmynda og DVD-banda hér- lendis eftir hollenska kerfinu þegar við merkjum myndir. Það er hins vegar ekkert sem bann- ar það að bæta við einu merki. Það eru alveg gild rök fyrir því að merkja myndir sérstaklega ef nauðgun kemur fram í mynd en eins og Snæbjörn hjá Smáís bendir á þá er ákveðin hug- myndafræði á bak við hol- lenska kerfið og best að allir fari eftir sama samræmda kerfinu. Við hjá Senu ætlum hins vegar ekki að ýta þessu máli út af borðinu, heldur taka skynsamlega á því og kanna hvort þetta sé fram- kvæmanlegt án þess að lofa neinu um niðurstöð- una. Þetta væru ekki margar myndir á ári, gætu verið frá einni og upp í þrjár.“ Könnum hvort þetta sé fram- kvæmanlegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.