Morgunblaðið - 11.10.2009, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 2009
5 herbergja
LAUTASMÁRI - KÓPAVOGUR 5
HERB. Til sölu á frábæru verði 5 herb.
íbúð á annari hæð í þriggja hæða fjölbýli á
góðum stað í Kópavogi. Nánari uppl á
skrifst FM sími 550-3000. Verð 22,5 millj.
40212
ANDRÉSBRUNNUR - 5 HERB. Til
sölu 5 herb. 119 fm íbúð í lyftuhúsi við
Andrésbrunn. Eigninni fylgir sérstæði í bíl-
geymslu. Nánari uppl á skrifst FM sími
550-3000. 40211
Einbýl
BLIKASTÍGUR - ÁLFTANES Til
sölu einbýlishús með frístandi bílskúr sam-
tals 194 fm niður við sjóinn á Álftanesi.
Frábært útsýni yfir flóann. Verð 45,3 millj.
71037
4ja Herbergja
KÓRSALIR - KÓPAVOGUR Til sölu
glæsileg 4ra herb., samtals 145 fm íbúð á
efstu hæð í nýlegu lyftuhúsi. Íbúðin er á
tveimur hæðum. Tvö baðherbergi. Íbúðinni
fylgir sérstæði í bílageymslu. Glæsilegt út-
sýni. Laus við undirritun kaupsamnings.
Verð 30,5 millj. 30907
RAUÐHAMRAR - HAMRA-
HVERFI GRAFARV. Til sölu 112 fm, 4
herb. íbúð á fyrstu hæð á þessum frábæra
barnvæna stað í Hamrahverfi Grafarvogs.
Um 3 mín. gangur í skóla. Stutt í verslanir.
Eignin er laus við undirritun kaupsamn-
ings. Verð 23,5 millj. 30913
GRÝTUBAKKI - BREIÐHOLT Til
sölu 99 fm, 4ra herb. íbúð á þriðju hæð.
Íbúðin þarfnast verulegrar endurnýjunar.
Eignin er laus við undirritun kaupsamn-
ings. Verð 15,9 millj. 30911
KELDUHVAMMUR - HAFNAR-
FJÖRÐUR Til sölu 126 fm 4ra herb.
íbúð á annari hæð við Kelduhvamm í Hafn-
arfirði. Íbúðin er laus til afhendingar við
undirritun kaupsamnings. Verð 20,5 millj.
30910
3ja Herb.
HRAUNBÆR Til sölu 3ja herb. íbúð á
3. hæð með sérinngang af svölum. Íbúðin
þarfnast lítisháttar endurnýjunar. Húsið og
sameign var tekin í gegn sumarið 2008.
Verð16,9 millj. 021199
KRÍUHÓLAR - BREIÐHOLT Til
sölu 79,1 fm íbúð á fjórðu hæð í lyftuhúsi
við Kríuhóla í Breiðholti. Tengt fyrir þvottvél
á baði. Íbúðin er laus til afhendingar við
kaupsamning. Verð 16,3 millj. 021208
HRAUNBÆR Til sölu 98 fm 3ja herb.
íbúð til við Hraunbæ. Eignin er laus til af-
hendingar við undirritun kaupsamnings.
ESKIVELLIR - HAFNARFJÖRÐ-
UR Til sölu afar smekklega 113,4 fm end-
aíbúð á fjórðu hæð, með sérinngang af
svölum í lyftuhúsi. Eigninni fylgja tvö sér-
stæði í bílageymslu. Verð 31 millj. 21212
NÝBÝLAVEGUR - KÓPAVOGUR
Til sölu 5 íbúðir í nýbyggingu við Nýbýla-
veg í Kópavogi. Um er að ræða glæsilegt 5
íbúða hús með lyftu. Íbúðirnar seljast til-
búnar undir tréverk að innan, rafmagn
ídregið og veggir sandspartslaðir og
grunnmálaðir. Að utan er húsið og lóð full-
búið á vandaðan máta. Öll sameign er frá-
gengin. Íbúðirnar eru á stærðinni 104 fm
upp í samtals með bílskúr 160 fm. Nánari
uppl á skrifst. FM sími 550-3000. 21215
DREKAVELLIR - HAFNARFJ. Til
sölu ný fullbúin 3ja herbergja 90,6 fm íbúð
á jarðhæð með sérinngangi í fjórbýlishúsi
við Drekavelli í Hafnarfirði. Íbúðin er for-
stofa, hol, stofa, 2 svefnherbergi, eldhús,
baðherbergi, þvottahús og geymsla. Eign-
in er laus til afhendingar. Verð 20,5 millj.
21230
2ja herb.
HVERFISGATA - 101 REYKJAVÍK
Er með áhugaverða 86 fm 2ja herb. íbúð á
4. hæð í lyftuhúsi ofarlega við Hverfisgötu.
Verð 16,9 millj. Nánari uppl á skrifst FM
sími 550-3000. 10908
Landsbyggðin
SVÍNHAGI - SUMARHÚS Til sölu
67,2 fm sumarbústaður á 16.000 fm eignar-
lóð merkt H 27 Rangárþingi Eystra. Svínhagi
er í u.þ.b. 102-105 km fjarlægð frá Reykjavík
á malbikuðum vegi. Bústaðurinn er ekki full-
kláraður. Milliveggir komnir upp og búið að
leggja gólfefni að hluta. Ljúka þarf klæðn-
ingu lofts og eftir að draga rafmagn í og
ganga frá tenglum. Verð 10 millj. Nánari
uppl. á skrifst. FM sími 550-3000. 131162.
KERHRAUN - GRÍMSNESI Til sölu
fullbúið ónotað 96 fm sumarhús í Ker-
hrauninu. Húsið stendur á 5.180 fm eignar-
lóð. Afgirt timburverönd við húsið. Verð 21
milljón. 131087
EYJAFELL - MEÐALFELLSVATN
Til sölu áhugavert sumarhús á eignarlóð.
Heitur pottur í sérbyggingu við hlið verand-
ar. Fallegt útsýni frá bústaðnum. Nánari
uppl. á skrifst. FM sími 550-3000. 131144
ÖNDVERÐARNES - SUMARHÚS
Til sölu glæsilegt 179 fm heilsárshús í Múr-
aralandinu í Öndverðarnesi. Húsið er stað-
sett stutt frá golfvellinum. Nánari uppl. á
skrifstofu FM sími 550-3000. Verð 33,5
millj. 131153
NÝIBÆR - RANGÁRÞINGI
EYSTRA Til sölu mjög áhugaverða jörð
sem hefur verið í fullum rekstri í Rangár-
þingi eystra. Um er að ræða jörðna Nýja-
bæ. Jörðin er talin vera 205 ha auk þess
land í óskiptri sameign á miklum sandfjör-
um sem liggja til suðurs undan landinu.
Jörðin er talin góð til búrekstar. 101485
HYRNA - SKAGAFIRÐI Til sölu loð-
dýrahús og aðstöðuhús á 2,5 ha landi
nefnt Hyrna á leigulóð úr jörðinni Reykja-
borg í Skagafirði. Á lóðinni er sem næst
ónýt loðdýrahús byggð á árunum frá 1986
til 1996. Einnig er á lóðinni snyrtilegt að-
stöðuhús byggt 2003 stærð 375,6 fm.
Verð 35 millj. Nánari uppl. á skrifst. FM
sími 550-3000. 101613.
HÉRAÐSDALUR II - SKAGA-
FIRÐI Til sölu jörðinn Héraðsdalur II. Þar
var rekið stórt loðdýrabú. Samkv skrám
FMR er jörðin talin vera 102,1 ha. Íbúðar-
hús frá 1982 alls 275,2 fm. Húsið þarfnast
viðhalds og frágangs. Annar húsakostur er
loðdýrahús á ýmsum aldri, véla og verk-
færageymsla allt talið vera samkv. skrám
FMR 6.669 fm. Verð 75 millj. Nánari uppl
á skrifstofu FM sími 550-3000. 101612.
Hesthús
SÖRLASKEIÐ HESTHÚS -
HAFNARFJ. Til sölu nýtt ekki alveg full-
búið 86 fm glæsilegt 8 hesta hús. Verð 12
millj. 120295
HÓLMSHEIÐI - HESTHÚS Húsið er
innréttað fyrir 28 hesta í stíum. 2 eins
hesta, 4 tveggja hesta og 6 þriggja hesta).
Hægt að bæta við plássi fyrir 5 hesta.
Tæplega 40 fm rými innréttað yfir hlöð-
unni. Taðþró er undir húsinu. Áhugaverð
staðsetning. Verð 26,5 millj. 120254
TIL LEIGU
Austurvegi 6 • 800 Selfossi
Sími 482 4800
arborgir@arborgir.is
www.arborgir.is
Bjart og mjög
skemmtilegt
skrifstofuhúsnæði
miðsvæðis á
Selfossi.
Rýmið er um
134 m2 að stærð
og er á 2. hæð í
mjög snyrtilegu
lyftuhúsi og fullinnréttað með 4 björtum skrifstofum, opnu
miðrými, kaffistofu og wc. Laust strax.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Árborga,
sími 482 4800, www.arborgir.is
UMSKIPTINGAR
eru gjarnan á ferðinni á
stjórnmálasviðinu.
Sjaldan hefur það verið
jafn bersýnilegt og eftir
þingkosningarnar í vor.
Forystumaður vinstri
grænna var einarð-
astur og stóryrtastur
allra í gegn Icesave og
Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum. Hann er nú
öllum öðrum einarðari og staðfastari
málsvari þess að ljúka samningum um
Icesave og fylgja efnahagsáætlun
ríkisstjórnar Geirs Haarde og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins. Forysta
Sjálfstæðisflokksins leiddi ríkisstjórn
og Alþingi til þeirrar niðurstöðu að
semja um greiðslu á Icesave-
innistæðunum og sama
forysta samdi við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn
um efnahagsáætlun og
lánsfé. Það var fyrir
kosningar. Eftir kosn-
ingar vill forysta sama
flokks ekki borga Ice-
save og vill ekki sam-
starf við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn.
Efnahagsáætlunin er nú
ómöguleg og engin þörf
á lánsfénu. Sjálfstæð-
isflokkur og Vinstri
grænir hafa skipt um hlutverk og
stefnu. Eiga þeir ekki líka að skipta
þeir um nafn? Steingrímur J. Sigfús-
son segir eitt í stjórnarandstöðu og
annað í stjórn. Bjarni Benediktsson
og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
hafa aðra skoðun í stjórnarandstöðu
en þau töluðu fyrir sem stjórnarliðar.
Þetta háttalag eykur ekki álit almenn-
ings á stjórnmálamönnum, þvert á
móti. Af þeim er ætlast að skoðanir
þeirra mótist af málefninu en sveiflist
ekki eftir því hvort þeir eru í stjórn
eða stjórnarandstöðu. Steingrímur
hefur það sér til málsbóta nú að hann
er að gera það sem þarf. Hin hafa það
ekki, þau víkja frá því sem þau vita að
þarf að gera. Þau falla í þá freistni að
gera ríkisstjórninni frekar óleik en að
vinna að þjóðarhag. Stjórnmálin þurfa
að breytast og leikrit umskiptinganna
er eitt af því sem má hverfa.
Umskiptingar
Eftir Kristin H.
Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson
» Stjórnmálin þurfa að
breytast og leikrit
umskiptinganna er eitt
af því sem má hverfa.
Höfundur er fv. alþingismaður.