Morgunblaðið - 07.11.2009, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.11.2009, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 7. N Ó V E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 301. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er mbl.is «AF LÍFI OG SÁL VERÐLAUNAMYNDIR OKKAR MANNA «VERK ONÍ VERK Áherslumerki máluð í ljósmyndir 96 ára  HEIMILDIR Morgunblaðsins herma að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi utanrík- isráðherra og formaður Sam- fylkingarinnar, hafi sótt um embætti yf- irmanns baráttu gegn mansali hjá Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu, ÖSE. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu í gær en hún mun vera stödd er- lendis. Líklegt er að skipað verði í embættið á næstu vikum. Stofnunin hefur aðsetur í Vín og er núverandi yfirmaður hennar Eva Biaudet, fyrrverandi heilbrigðismálaráð- herra Finnlands. kjon@mbl.is Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ingibjörg Sólrún til Vínar?  SKILANEFND Glitnis hefur leit- að til óháðra sérfræðinga til að rekja slóð skuldabréfa að verðmæti 139 milljarða króna, sem komu óvænt í ljós á dögunum í bókhaldi bankans, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Um er að ræða skuldabréf sem ekki voru í efnahagsreikningi bankans við fall hans fyrir ári. Komið hefur fram að þau hafi verið gefin út í tengslum við endurhverf verðbréfaviðskipti. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins standa vonir til þess að búið verði að komast til botns í mál- inu við lok næstu viku. Þá hefur Fjármálaeftirlitið málið til óform- legrar skoðunar. »18 Óháðir sérfræðingar skoða tilvist skuldabréfa Glitnis Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FÉLAG í eigu sex fyrrverandi stjórnenda Kaupþings, sem keypti á árunum 2002-2005 fjórar jarðir á Mýrum fyrir um 400 milljónir, skuld- ar í dag rúmlega einn milljarð króna. Lánin voru upphaflega tekin hjá SPRON og Sparisjóði Mýrasýslu en eru núna komin inn í Kaupþing. Allt bendir til að bankinn verði fyrir tjóni upp á hundruð milljóna króna vegna þessara viðskipta. Það er félagið Hvítsstaðir sem á jarðirnar fjórar sem allar eru við Langá. Félagið keypti þrjár jarðir af Sparisjóði Mýrasýslu, en sjóðurinn hafði keypt þær af Borgarbyggð þegar jarðaverð var almennt frekar lágt. Fjórðu jörðina, Langárfoss, keypti félagið af Jóhannesi Kristins- syni, kenndum við Fons, á 300 millj- ónir. Langárfoss er ein verðmætasta laxveiðijörð landsins. Skráðir eigendur Hvítsstaða eru Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Magnús Guðmundsson, Sigurður Einarsson, Steingrímur Páll Kárason og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, en þeir eru allir fyrr- verandi stjórnendur hjá Kaupþingi. Sexmenningarnir lögðu fram 100 þúsund krónur hver í hlutafé og fengu lán til jarðakaupa upp á rúm- lega 400 milljónir, en kaupin voru al- farið fjármögnuð með lánum. Lánin eru í japönskum jenum. Lánin stóðu í tæplega 430 milljónum króna í árs- lok 2007, en vegna gengisfalls krón- unnar standa þau nú í rúmlega ein- um milljarði. Á árinu 2007 hagnaðist Hvítsstað- ir ehf. um 27 milljónir vegna styrk- ingar gengis krónunnar, en samt var eigið fé félagsins neikvætt um 24,4 milljónir í árslok. Ekki er búið að leggja fram ársreikning vegna árs- ins 2008, en áætla má að gengistap félagsins á því ári nemi ekki undir 500 milljónum. Á sama tíma hefur verð á jörðum lækkað. Félagið Veiðilækur ehf, sem er í eigu Sigurðar Einarssonar, fyrrver- andi stjórnarformanns Kaupþings, hefur selt fasteign sína á jörðinni Veiðilæk í Borgarbyggð. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort kaupandi er Sigurður sjálfur eða viðskipta- banki hans. Veiðilækur ehf. tapaði 63 milljónum í fyrra. Eigið fé félagsins er neikvætt um 50 milljónir og það skuldar um 103 milljónir í dag. Skulda milljarð eftir jarðakaup á Mýrum Sex stjórnendur Kaupþings lögðu fram 100 þúsund og fengu 400 milljónir að láni Morgunblaðið/Einar Falur Veiði Langárfoss við Langá er ein verðmætasta laxveiðijörð landsins. Hvítsstaðir ehf. keypti jörðina af Jóhannesi Kristinssyni á 300 milljónir. Kaupin voru fjármögnuð með kúluláni. Myndin sýnir neðsta veiðistað Langár. Í HNOTSKURN »Jarðirnar fjórar sem fé-lagið Hvítsstaðir á eru all- ar við Langá á Mýrum, eina bestu laxveiðiá landsins. Fé- lagið keypti þrjár jarðir af Sparisjóði Mýrasýslu, en hann lánaði líka til kaupanna.  Lögðu fram 600 þúsund | 6 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VEGNA þrengsla, aðstöðuleysis og mannfæðar hjá embætti rík- issaksóknara við Hverfisgötu, þarf að senda öll dómsgögn sem ætluð eru dómstólum landsins til ljósrit- unar úti í bæ. Þetta kemur fram í bréfi, sem Val- týr Sigurðsson ríkissaksóknari sendi Hæstarétti í síðasta mánuði. Orðrétt segir Valtýr í bréfinu: „Þessu tengt má benda á að rík- issaksóknari þarf að senda öll máls- skjöl á stofu úti í bæ til fjölföldunar dómsgerða fyrir Hæstarétt. Eins og gefur að skilja er hér um að ræða einhverjar þær viðkvæmustu per- sónuupplýsingar sem um getur, framburði barna í kynferðisbrotum, sjúkraskýrslur svo ekki sé talað um ljósmyndir af brotaþolum og klám- myndir. Reynt er að hafa eftirlit með starfsfólki ljósritunarstofunnar og kom nýlega í ljós að aðili sem þar starfaði hafði hlotið fangelsisdóm. Aðbúnaður og skortur á starfsfólki hjá embætti ríkissaksóknara er hins vegar slíkur að enginn möguleiki er við óbreyttar aðstæður að sinna þessu verki af skrifstofunni.“ Fram kemur í bréfinu að kostnaður við ljósritun ágripsgerða hafi numið fjórum milljónum króna árið 2008. Segir Valtýr að hann telji að þessi ljósritun eigi að fara fram hjá emb- ætti ríkissaksóknara. Ragna Árnadóttir dóms- málaráðherra segir að hér sé um að ræða verklag sem ríkissaksóknari hafi ákveðið fyrir sitt embætti og hún telji að svona fyrirkomulag ætti að heyra sögunni til. „Þess má geta að upplýs- ingatæknin sýnist stórlega vannýtt í samskiptum dómstóla, ákæruvalds og lögreglu. Er verklagið nú al- mennt til endurskoðunar með það fyrir augum að auka skilvirkni og lækka kostnað,“ segir dóms- málaráðherra. Ljósritað úti í bæ Dæmdur maður ljósritaði dómsgögn fyrir ríkissaksóknara Ljósritun Kostnaður vegna dóms- skjala í fyrra var fjórar milljónir.  Fyrirmyndin varð martröð | 8 GRÆNN TILBÚINN TIL NOTKUNAR . RAUÐUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR R. HVÍTUR TILBÚINN TIL NOTKUNAR GULUR TILBÚINN TIL NOTK UNAR lsi 3 - 11 0 R. Sunnudags Mogginn er nú borinn út með laugardagsblaðinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.