Morgunblaðið - 07.11.2009, Síða 20

Morgunblaðið - 07.11.2009, Síða 20
20 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HERGEÐLÆKNIR varð 13 manns að bana og særði 30 til viðbótar í skotárás í Fort Hood-herstöðinni í Texas í fyrra- kvöld. Ættingjar hans segja að honum hafi ný- lega verið til- kynnt að hann yrði sendur til Afganistans. Maðurinn er múslími og hon- um hraus hugur við því að gegna herþjónustu í Írak eða Afganistan og taka þátt í hernaði gegn trú- bræðrum sínum. Árásarmaðurinn, Nidal Malik Hasan, særðist þegar herlög- reglumaður skaut á hann til að binda enda á blóðsúthellingarnar. Áreittur fyrir að vera múslími Hasan er 39 ára, fæddist í Virg- iníu og ólst þar upp. Foreldrar hans fluttu þangað búferlum frá palest- ínskum bæ nálægt Jerúsalem. Hasan gekk í herinn eftir að hafa lokið námi í almennum framhalds- skóla. Í hernum lauk hann námi í geðlækningum og starfaði eftir það í lækningamiðstöð hersins í Was- hington. Hann var síðan sendur í Fort Hood-herstöðina í júlí. Haft er eftir ættingjum Hasans að hann hafi séð eftir því að ganga í herinn eftir hryðjuverkin 11. sept- ember 2001 vegna þess að hermenn hafi lagt hann í einelti og áreitt fyrir að vera múslími. Ættingjar Hasans segja að síð- ustu mánuði hafi hann haft miklar áhyggjur af því að hann kynni að verða sendur til Íraks eða Afganist- ans. Hann hafi verið ráðgjafi margra hermanna, sem hafa orðið fyrir miklu sálrænu áfalli á átakasvæðum. „Hann hryllti við þeirri tilhugsun að verða sendur á átakasvæðin,“ hafði The New York Times eftir frænda Hasans. „Hann hafði hlustað á hverjum degi á menn segja honum frá hryllingnum sem þeir urðu vitni að þarna.“ Ættingjar Hasans segja að hann hafi gert allt sem hann hafi getað til að komast hjá því að gegna herþjón- ustu í Írak eða Afganistan. Hann hafi m.a. leitað til lögfræðings til að athuga hvort hann gæti rift samn- ingnum við herinn en lögfræðing- urinn sagði honum að herinn myndi ekki sleppa honum jafnvel þótt hann endurgreiddi kostnaðinn vegna há- skólanámsins. Óaði við því að verða sendur til Afganistans Reuters Blóðsúthellingar Særður maður fluttur á sjúkrahús eftir árásina í Texas. Í HNOTSKURN » Fort Hood er stærstabandaríska herstöðin í heiminum og þar starfa um 40.000 manns. » Herlögreglumenn hindr-uðu að árásarmaðurinn kæmist inn í kvikmyndahús þar sem 600 manns voru. Hergeðlæknir varð 13 manns að bana í herstöð 50 km Waco Forth Worth Dallas TEXAS SKOTÁRÁS Í TEXAS Þrettán manns voru skotnir til bana og 30 særðust. Árásin var gerð í miðstöð þar sem metið er hvort hermenn séu tilbúnir til að berjast í Írak eða Afganistan Howze kvikmyndahús M t bi ð tjó FORT HOOD HERSTÖÐIN Fort Hood herstöðin Þjónustu- svæði BANDARÍKIN Fort Hood Estudio R. Carrera fyrir 50 km 1 km Waco Forth Worth Dallas TEXAS Árásin var gerð í miðstöð þar sem metið er hvort hermenn séu tilbúnir til að berjast í Írak eða Afganistan Howze kvikmyndahús Matarbirgðastjórn Prichard völlur FORT HOOD HERSTÖÐIN Clear Creek hlið Fort Hood herstöðin Þjónustu- svæ i Bernie Beck hlið BANDARÍKIN Fort Hood Nidal Malik Hasan GORDON Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir Breta ekki munu gefast upp í baráttunni gegn talí- bönum, þrátt fyrir aukið mannfall. ,,Við getum ekki og megum ekki og munum ekki hverfa frá verkefninu í Afganistan,“ sagði Brown í gær. En Brown virðist einnig vera að undirbúa útgönguleið. Hann varaði Hamid Karzai, forseta Afganistan, við en stjórn hans þykir gerspillt. „Ég er ekki reiðubúinn að að hætta lífi breskra karla og kvenna fyrir ríkisstjórn sem lætur spillingu af- skiptalausa,“ sagði breski forsætis- ráðherrann. Ný könnun sýnir að aðeins 33% aðspurðra Breta álíta að hægt sé að vinna stríðið í Afgan- istan. Forsætisráðherrann sagði á þingi að með baráttunni gegn talí- bönum í Afganistan væri fyrst og fremst verið að sporna við hryðju- verkaárásum í framtíðinni. kjon@mbl.is Varar Karzai við REINHARD Marx, erkibiskup München og Freising, prédikar fyrir framan fólk sem tók þátt í Leonhard-skrúðgöngu í Kreuth í Þýskalandi í gær. Leonhard-skrúðgangan er árlegur viðburður sem hófst á sautjándu öld. Þátttakendurnir biðja fyrir heilögum Leonhard, verndardýrlingi dýra. BEÐIÐ FYRIR DÝRLINGI Reuters 68 ÁRA gömul kona í Suður- Kóreu er himin- lifandi þessa dagana vegna þess að henni tókst loks að ná skriflegu öku- prófi í 950. til- raun. Cha Sa-soon tók prófið fyrst 13. apríl 2005 og hélt áfram í fjögur og hálft ár þar til henni tókst að ná tilskildum 60 stigum af 100. Hún hafði greitt alls sem svarar hálfri milljón króna í prófgjöld. Cha þarf nú að standast aksturs- próf til að geta fengið ökuskírteini og hún ætlar sér að ná því hvað sem það kostar. Hún kveðst vilja fá ökuréttindi til að geta notað bíl til að selja græn- meti og fleiri vörur, að sögn suður- kóreska dagblaðsins Korea Times. Cha býr í borginni Jeonju, um 210 km sunnan við Seoul, og stað- festa hennar hefur vakið mikla at- hygli þar. „Ég tel að fólk geti náð mark- miðum sínum ef það gefst aldrei upp,“ var haft eftir Cha í febrúar þegar hún hafði reynt 775 sinnum að ná skriflega prófinu. „Fólk þarf bara að vera sterkt og gera sitt besta.“ bogi@mbl.is Náði skrif- lega prófinu í 950. tilraun Cha Sa-Soon í skriflegu prófi.Þau safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar 9. og 10. nóvember

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.