Morgunblaðið - 07.11.2009, Side 22

Morgunblaðið - 07.11.2009, Side 22
22 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 STJÓRN breska Verkamanna- flokksins segir nú mjög ólíklegt að samkomulag náist fyrir lok ársins um nýjan lagalega bindandi lofts- lagssáttmála sem tæki við af Kyoto- bókuninni um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum í heim- inum. Breska stjórnin telur að það taki ár til viðbótar að semja um laga- lega bindandi alþjóðasáttmála sem á að taka gildi þegar Kyoto-bókunin rennur út árið 2012. Leiðtogar ríkja heims lofuðu fyrir tveimur árum að leggja lokahönd á nýjan sáttmála á ráðstefnu í Kaupa- mannahöfn 7.-18. desember. Aðeins „pólitískt bindandi“ Ed Miliband, sem fer með lofts- lagsmál í bresku stjórninni, hefur hingað til sagt að hægt sé að ná þessu markmiði en hann segir nú að líklega verði niðurstaðan aðeins „pólitískt bindandi“ samkomulag. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem breskur ráðherra viðurkennir að litl- ar líkur séu á lagalega bindandi sátt- mála á ráðstefnunni í Kaupmanna- höfn, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC. Áður höfðu Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Lars Løkke Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, og Todd Stern, aðalsamningamaður Banda- ríkjastjórnar, látið í ljósi efasemdir um að hægt yrði að ná samkomulagi um lagalega bindandi sáttmála. bogi@mbl.is Gæti dregist í ár í viðbót Litlar líkur taldar á að samkomulag náist um lagalega bindandi loftslagssáttmála í Kaupmannahöfn í desember Reuters Mótmæli Mótmælendur fyrir utan fundarstað fulltrúa rúmlega 190 ríkja í undirbúningsviðræðum í Barcelona fyrir loftslagsráðstefnuna í desember. STÚLKUR í Ndebele-ættflokknum sitja fyrir framan höfðingja hans við athöfn í Frelsisgarðinum í Pretoríu. Afrískir ættflokkahöfðingjar, konungar og drottningar komu saman í garðinum í fyrradag til að heiðra Nelson Mandela. Frelsisgarðurinn er til minningar um þá sem fórnuðu lífi sínu fyrir frelsi Suður-Afríku. NELSON MANDELA HEIÐRAÐUR Reuters Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is KÍNVERJAR eru nú að skipuleggja Ólympíuleika fyrir vélmenni, öðru nafni þjarka og verða þeir haldnir í borginni Harbin á næsta ári, að sögn vefs breska ríkisútvarpsins, BBC. Gert er ráð fyrir að vélmennin keppi í alls 16 ólíkum greinum, bæði hefð- bundnum íþróttagreinum og einnig greinum sem höfða meira til vél- menna en margra annarra, til dæmis hreingerningum. Þátttakendur verða að uppfylla það skilyrði að líkjast mönnum í út- liti, verða að vera með tvær hendur og tvo fætur. Tæki sem notast við hjól í stað fóta verða bönnuð. Skipu- leggjendurnir búast við því að yfir 100 háskólar víða um heim muni senda keppendur á leikana. Harbin varð fyrir valinu sem keppnisstaður vegna þess að tækniháskóli borgarinnar ræður yfir teymi sem hefur rannsakað knatt- spyrnu og stýrir nú sigursælu liði vélmenna í þeirri grein. Hong Rong- bing, prófessor við skólann, segir að markmiðið með leikunum sé að ýta undir uppfinningar og framleiðslu vélmenna sem hafi meiri sveigjan- leika en tíðkast hefur í röðum þeirra. Keppni milli vélmenna verður æ vinsælli, ein er nefnd Roboexotica. Þar sýna þjarkarnir m.a. snilld sína í að blanda kokkteila, kveikja í sígar- ettum og rabba á barnum. Ólympíuleikar fyrir vélmenni ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 47 64 6 11 /0 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.