Morgunblaðið - 07.11.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.11.2009, Qupperneq 22
22 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 STJÓRN breska Verkamanna- flokksins segir nú mjög ólíklegt að samkomulag náist fyrir lok ársins um nýjan lagalega bindandi lofts- lagssáttmála sem tæki við af Kyoto- bókuninni um aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum í heim- inum. Breska stjórnin telur að það taki ár til viðbótar að semja um laga- lega bindandi alþjóðasáttmála sem á að taka gildi þegar Kyoto-bókunin rennur út árið 2012. Leiðtogar ríkja heims lofuðu fyrir tveimur árum að leggja lokahönd á nýjan sáttmála á ráðstefnu í Kaupa- mannahöfn 7.-18. desember. Aðeins „pólitískt bindandi“ Ed Miliband, sem fer með lofts- lagsmál í bresku stjórninni, hefur hingað til sagt að hægt sé að ná þessu markmiði en hann segir nú að líklega verði niðurstaðan aðeins „pólitískt bindandi“ samkomulag. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem breskur ráðherra viðurkennir að litl- ar líkur séu á lagalega bindandi sátt- mála á ráðstefnunni í Kaupmanna- höfn, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC. Áður höfðu Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Lars Løkke Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, og Todd Stern, aðalsamningamaður Banda- ríkjastjórnar, látið í ljósi efasemdir um að hægt yrði að ná samkomulagi um lagalega bindandi sáttmála. bogi@mbl.is Gæti dregist í ár í viðbót Litlar líkur taldar á að samkomulag náist um lagalega bindandi loftslagssáttmála í Kaupmannahöfn í desember Reuters Mótmæli Mótmælendur fyrir utan fundarstað fulltrúa rúmlega 190 ríkja í undirbúningsviðræðum í Barcelona fyrir loftslagsráðstefnuna í desember. STÚLKUR í Ndebele-ættflokknum sitja fyrir framan höfðingja hans við athöfn í Frelsisgarðinum í Pretoríu. Afrískir ættflokkahöfðingjar, konungar og drottningar komu saman í garðinum í fyrradag til að heiðra Nelson Mandela. Frelsisgarðurinn er til minningar um þá sem fórnuðu lífi sínu fyrir frelsi Suður-Afríku. NELSON MANDELA HEIÐRAÐUR Reuters Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is KÍNVERJAR eru nú að skipuleggja Ólympíuleika fyrir vélmenni, öðru nafni þjarka og verða þeir haldnir í borginni Harbin á næsta ári, að sögn vefs breska ríkisútvarpsins, BBC. Gert er ráð fyrir að vélmennin keppi í alls 16 ólíkum greinum, bæði hefð- bundnum íþróttagreinum og einnig greinum sem höfða meira til vél- menna en margra annarra, til dæmis hreingerningum. Þátttakendur verða að uppfylla það skilyrði að líkjast mönnum í út- liti, verða að vera með tvær hendur og tvo fætur. Tæki sem notast við hjól í stað fóta verða bönnuð. Skipu- leggjendurnir búast við því að yfir 100 háskólar víða um heim muni senda keppendur á leikana. Harbin varð fyrir valinu sem keppnisstaður vegna þess að tækniháskóli borgarinnar ræður yfir teymi sem hefur rannsakað knatt- spyrnu og stýrir nú sigursælu liði vélmenna í þeirri grein. Hong Rong- bing, prófessor við skólann, segir að markmiðið með leikunum sé að ýta undir uppfinningar og framleiðslu vélmenna sem hafi meiri sveigjan- leika en tíðkast hefur í röðum þeirra. Keppni milli vélmenna verður æ vinsælli, ein er nefnd Roboexotica. Þar sýna þjarkarnir m.a. snilld sína í að blanda kokkteila, kveikja í sígar- ettum og rabba á barnum. Ólympíuleikar fyrir vélmenni ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 47 64 6 11 /0 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.