Morgunblaðið - 07.11.2009, Page 28

Morgunblaðið - 07.11.2009, Page 28
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 – meira fyrir áskrifendur JÓLAGJAFIR FRÁ FYRIRTÆKJUM Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 9. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma 569 1134 / 692 1010, sigridurh@mbl.is Glæsilegur blaðauki um allt sem snýr að jólagjöfum frá fyrirtækjum til starfs- fólks og viðskiptavina fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðsins 12. nóvember. Þetta er handbókin í ár fyrir stjórnendur sem eiga eftir að ákveða hvað fyrirtækið ætlar að gefa samstarfsaðilum, viðskipta- vinum og eigin starfsfólki í jólagjöf. GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræðingur og Ólafur Sindri Ólafsson stuðningsfulltrúi. Þau fást m.a. við „blóðnætur“ og „að vera eins og eldi ausinn“. Fyrriparturinn er svona: Nú er upphaf nóvember, næstum komin jólin. Um nýliðna helgi var fyrripart- urinn þessi: Blóðmörskeppur, krásin ein, kaldri ornar minni sál. Í þættinum botnaði Hlín Agnars- dóttir: Aldrei fæ ég innanmein ef innmat fæ í sérhvert mál. Davíð Þór Jónsson minntist lið- inna daga: Einnig læknar öll mín mein ákavítissopi – skál! Einar Sveinbjörnsson lagfærði fyrripartinn: Blóðmörskeppur, krásin ein, köldum ornar sálum. Látum ekki kreppukvein klúðra okkar málum. Úr hópi hlustenda botnaði Þór Gils Helgason: Hann bætir líka magamein meir en bæði gras og kál. Magdalena Berglind Björnsdóttir: Lifrarpylsa, lúðubein, lækna og kveikja í mér bál. Þorkell Skúlason í Kópavogi: Huggun ljúf við holdsins mein, hans ég neyti í sérhvert mál. Jónas Frímannsson: Bæði gleymast böl og mein, batnar geð en liðkast mál. Fyrripart- ur um jólin Orð skulu standa Hlustendur geta sent botna og til- lögur að fyrripörtum í ord@ruv.is eða til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn Jólaljós Kerti eru ómissandi um jól. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ANNA Peggy Friðriksdóttir, ráð- gjafi í innflytjendamálum í Kanada, verður á Íslandi næstu daga til að kynna Íslendingum atvinnu- og námsmöguleika í Kanada og aðstoða þá sem það vilja til þess að fylla út umsóknir og koma þeim í réttan far- veg. „Ég hef fengið margar fyrir- spurnir eftir að ég var á Íslandi í sumar og ákvað því að koma aftur og kynna málið betur,“ segir Peggy, en hún verður með einstaklings- kynningu á Hótel Loftleiðum klukkan 10 til 16 í dag. Hún er svo sem ekki ókunnug landinu, bjó hér frá frá 1978 til 1994 og rak meðal annars samtals 13 veit- ingastaði hérlendis. Snemma árs komu fulltrúar frá Manitoba og kynntu Íslendingum atvinnumöguleika í fylkinu. Peggy segist hafa fundið fyrir því að fólk vissi ekki hvernig það ætti að bregð- ast við í kjölfarið og þar sem hún hafi útskrifast úr ráðgjafanáminu í sumar hafi hún ákveðið að leggja Ís- lendingum lið. Margir möguleikar „Ég get hjálpað fólki við að sækja um vinnu alls staðar í Kanada,“ segir Peggy á lýtalausri íslensku. Hún bætir við að tækifærin séu mörg og sérstaklega fyrir menntað fólk á ýmsum sviðum. Kynnir tækifæri og möguleika fyrir Íslendinga í Kanada Aðstoðar við að fylla út umsóknir og koma þeim áfram Anna Peggy Friðriksdóttir Keflavíkurgangan hefur verið endur- vakin. Á morgun kl. 11.30 ætlar hóp- ur Suðurnesjamanna að ganga frá Vogaafleggjara að Kúagerði til þess að skora á stjórnvöld að standa að at- vinnubótavinnu á Suðurnesjum. Þar eru rúmlega 1.600 manns án atvinnu. Yfirskrift þessarar göngu er „At- vinna strax“ og eru aðstandendur þverpólitískur hópur sem hefur vel- ferð og uppbyggingu á Suðurnesjum að leiðarljósi. Koma í Kúagerði er áætluð kl. 14 og þar munu forsvars- menn allra stjórnmálaflokka taka við áskorun hópsins.    Skansinn er heiti á markaðstorgi sem opnað hefur verið í gamla Ramma- húsinu við Fitjar í Njarðvík. Almenn- ingur getur leigt bás til þess að selja vörur, notaðar sem nýjar og vinalegt kaffihús er á staðnum, oft með lifandi tónlist. Það eru hjónin Karen Hilm- arsdóttir og Einar Árnason sem hafa umsjón með markaðstorginu.    Keflavík fagnaði 80 ára afmæli í haust. Í tilefni af afmælinu var sett upp vegleg sögusýning í félagshúsi Keflavíkur við Hringbraut og félagið réð Eðvarð T. Jónsson til þess að skrá 80 ára sögu þess. Bókin kom út nýverið. Þá hófust á afmælisárinu framkvæmdir við aðalvöll Keflavíkur, en völlurinn verður bæði stækkaður og tekinn upp. Gamla grasið verður nýtt á æfingasvæði Keflavíkur vestan við Reykjaneshöll. Stækkunin mun leiða til eflingar í barna- og unglinga- starfi Keflavíkur, auk betri aðstöðu fyrir meistaraflokkana. Áætluð verk- lok eru 31. desember nk.    Ár verður á morgun liðið frá því að Velferðarsjóður Suðurnesja var stofnaður. Af því tilefni verður efnt til málþings í Keflavíkurkirkju undir yf- irskriftinni „Velferð, hamingja og lífs- gildi.“ Markmiðið með stofnun sjóðs- ins var að starfrækja á Suðurnesjum öflugan sjóð sem hefði yfirumsjón með öllum styrkveitingum. Með stofnun sjóðsins hefur skapast far- vegur fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir sem vilja rétta bágstöddum hjálparhönd. Það ár sem sjóðurinn hefur verið starfræktur hefur þörfin sannast og verður öllum þeim sem hafa gefið í Velferðarsjóð afhent við- urkenningarskjöl á málþinginu á morgun, öðrum til hvatningar.    Mikil gróska er í leiklistarlífi ungs fólks í Reykjanesbæ. Unglingadeild Leikfélags Keflavík sýnir um þessar mundir söngleikinn Bugsy Malone í Frumleikhúsinu. Alls 60 ungmenni taka þátt í uppfærslunni og gaman er að geta þess að leikstjórinn Ingólfur Níels Árnason sleit barnsskónum í Njarðvík.    Gróskuna er ekki síst að þakka því mikla leiklistarstarfi sem verið hefur í grunnskólum bæjarins á und- anförnum árum. Þá stofnaði Guðný Kristjánsdóttir, leiklistaráhugakona fyrirtækið „Gargandi snilld“ fyrir rúmu ári en þar býður Guðný upp á námskeið í leiklist, söng og tjáningu fyrir börn á aldrinum 8-12 ára.    ÍKeflavíkurkirkju standa nú yfir æf- ingar á jólasöngleiknum „Kraftaverk í Betlehemsstræti“ sem ætlunin er að frumsýna síðar í þessum mánuði. Um tónlistarstjórn sér Arnór B. Vilbergs- son, organisti Keflavíkurkirkju, en leikstjóri er Guðjón Davíð Karlsson leikari.    Barnahátíð verður í Reykjanesbæ helgina 14. og 15. nóvember. Ým- islegt verður á boðstólnum fyrir börn og barnafjölskyldur, s.s. heimboð hjá Skessunni, sjóræningjaleikur í Vatnaveröld, ratleikur, pappírsbrot og leiksmiðja með gömlum leik- föngum og nýjum í gömlum stíl í Duushúsum, barnaball í Fjörheimum og sögustund á Bókasafninu. Þá taka víkingar á móti börnum í Víkinga- heimum, segja sögur um borð í Ís- lendingi og yngri kynslóðinni býðst að smíða eigið víkingasverð.    Strandleið er heitið á nýju útivist- arleiðinni meðfram ströndinni frá Gróf að Stapa. Almenningi gafst kost- ur á að greiða atkvæði um heiti leið- arinnar, en yfir 80 hugmyndir bárust frá íbúum. 20 þeirra voru settar í skoðanakönnun og síðan valið úr 6 at- kvæðamestu. Gönguleiðin var form- lega opnuð á Ljósanótt og við hana hafa verið sett upplýsingaskilti um fuglalíf við strandlengjuna, auk sögu- skilta sem segja frá útræði við ströndina. Sannarlega upplífgandi að fara þessa leið. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Í nýjan búning Keflavíkurvöllur gengur nú í endurnýjun lífdaga. REYKJANESBÆR Svanhildur Eiríksdóttir fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.