Morgunblaðið - 07.11.2009, Page 35

Morgunblaðið - 07.11.2009, Page 35
Umræðan 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 geti ekki skapað ríkinu skaðabóta- skyldu að breyta lánasamningum al- mennt með þessum hætti? Varaðu þig! Ég vil í það minnsta gera það sem ég get til að vara fólk við að fara greiðslujöfnunarleiðina. Það eru ein- ungis þeir sem eru nánast komnir í greiðsluþrot sem þessi leið gagnast, fyrir aðra verður þetta dýrara þegar upp er staðið eins og margir hafa nú þegar bent á. Eins myndi ég vilja vara fólk við því að taka boðum bankanna um mun minni leiðréttingar en efni standa til. Þeir tóku stöðu gegn lán- þegum sínum, ætla síðan að leika góða gæjann núna og bjóða hlutaleið- réttingar, en það sem við eigum að gera er að segja: „Nei takk, ég vil ekki láta ræna mig, vera áhorfandi að því og þurfa síðan að þola boð frá ræn- ingjanum um að gefa mér smáafslátt á ránvörunni sem ég þarf að borga honum!“ Stöndum saman Krefjumst réttlætis – förum fram á að lánin okkar verði leiðrétt til stöð- unnar 1. janúar 2008. Það er réttlæt- iskrafa okkar allra, ekki síst í ljósi nýrra upplýsinga úr skýrslu AGS þar sem sagt er að rými sé til um 600 milljarða leiðréttinga lána. Í fram- haldinu þarf að afnema tengingu lána við allar vísitölur. Á borgarafundi Hagsmunasamtaka heimilanna á mánudaginn var troðið út úr dyrum og mátti þar heyra fram- sögu um framkvæmanlega leið til leiðréttingar á höfuðstól lána og tæknilega útfærslu hennar. Skorað er á stjórnvöld til að kynna sér þá leið og hætta að berja hausnum við stein af þrjósku. Það er nauðsynlegt að vinna skuldamálin í samvinnu við þjóðina, það er forsenda fyrir sáttum í þjóð- félaginu. Skráðu þig á heimilin.is! Höfundur er stjórnarkona í Hagsmunasamtökum heimilanna. Á DÖGUNUM stakk minn gamli fé- lagi og vinur, Páll Magnússon útvarps- stjóri, niður penna um málefni Ríkisútvarps- ins og hvatti nýjan rit- stjóra Morgunblaðsins til þess að atast á póli- tískum vígvelli þar sem óvini sé að finna en skammast ekki út í RÚV sem ekki sé óvin- ur Moggans. Allt gott um það. Rit- stjórinn hafði skammað RÚV fyrir að leiðbeina fólki um að segja upp Mogga og spinna vef um uppsagnir á blaðinu. Framgangan hafði beint kastljósinu að Ríkisútvarpinu. RÚV auglýsir að fjölmiðlar séu háðir eigendum sínum. RÚV sé engu háð nema 319.326 eigendum. Þetta er auðvitað rétt hjá RÚV. Ef engir væru skattgreiðendur þá væri auð- vitað ekkert Ríkisútvarp. Þeir sem á annað borð hafa náð aldri greiða RÚV-skattinn – borga, hvað sem raular og tautar. En sjálfsagt er ekki við þetta átt heldur hitt að Rík- isútvarpið eigi að vera opið öllum sjónarmiðum og skoðunum sem sé gert jafnrétthátt undir höfði. En er svo? Gegnsæi skortir Eftir að ný lög um Ríkisútvarpið tóku gildi snemma árs 2007 hefur gagnsæi í starfsemi horfið; engar stöður eru auglýstar og mál sveipuð hulu. Í fréttareglum er sérstaklega kveðið á um að Ríkisútvarpið skuli veita „hlutlæga fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni …“ Því miður er alloft mis- brestur á og þeir sem telja á sér brotið hafa engan vettvang til þess að skjóta máli sínu til. Um fjölmiðla gilda siðareglur. Fólk getur skotið máli sínu til siða- nefndar blaðamanna. Telji einhver að frétta- menn RÚV brjóti fréttareglur þá einfald- lega horfa þeir ofan í hyldýpi þöggunar því fréttareglur RÚV eru ekki hinar sömu og siðareglur annarra fjöl- miðla. Það hefur enginn neitt um það að segja hvort fréttareglur RÚV séu virtar. Eigendur RÚV geta ekki fengið úrskurð um það hvort hvort RÚV fari að fréttareglum – sé „vett- vangur mismunandi skoðana“. Ríkisútvarpið er sumsé fyrir ofan lög og reglur – ósnertanlegt ríki í ríkinu. Og í krafti þessa er að þróast fréttamennska sem þekkist ekki í rótgrónum vestrænum ríkjum – helst þarf að fara til Ítalíu Berlúsk- ónís og Rússlands Pútíns til þess að finna hliðstæður þar sem fréttum er stýrt á lævíslegan hátt. RÚV-rællinn Þessa fréttamennsku kalla ég RÚV-rælinn. Ræll er gamall sjómannadans þar sem „parið stígur rangsælis“. RÚV sumsé dansar bara við annan aðila máls – og það rangsælis. Dansherrar eru hin sósíalíska Samfylking og Vinstri grænir. Aðrir mega sitja á bekk líkt og bólugrafnir strákar á skólaballi. Á mektarárum íhaldsins birtist RÚV-rællinn meðal annars í ótal fréttum þar sem reiðir prófessorar við Háskólann steyttu hnefa og út- húðuðu stjórnvöldum. Nú hefur RÚV-rællinn breytt um takt enda sósíalísku flokkarnir við völd. Spuni, þöggun og smjörklípur Það er nýr taktur. Raddir reiðra prófessora eru þagnaðar en þöggun, spuni og smjörklípur hafa tekið völd. Dæmin eru fjölmörg. Mogginn birti viðtal við brottrek- inn seðlabankastjóra. RÚV sagði frá viðtalinu og birti í kjölfarið „frétt“ til þess að koma höggi á bankastjórann sem væri tvísaga og ótrúverðugur. Dálagleg smjörklípa. Viðskiptaráðherra flutti dæma- lausa ræðu á Alþingi um bankahrun- ið sem væri íslenskum aulum einum um að kenna. Landsmenn ættu að skammast sín og borga. Þingmaður sakaði ráðherra um að spila í röngu liði; taka evrópska hagsmuni fram yfir íslenska. Það þarf að fara aftur til árdaga kaldastríðsins til þess að finna sambærilega ásökun, stórpóli- tísk tíðindi. Sjónvarpið þögult sem gröfin. Formaður Framsóknarflokksins fór utan og bað um norska aðstoð. Förin varð ekki inntak frétta RÚV heldur að ráðgjafar formannsins hefðu unnið fyrir Björgólfa! Snotur smjörklípa þrautþjálfaðra spunameistara. Formaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Norðurlönd um að svíkja Ís- land, taka þátt í evrópskri aðför að íslenskri þjóð með þátttöku Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Þetta var sögu- leg ásökun á vettvangi Norður- landaráðs, stórmerkilegur pólitískur viðburður. Viðbrögð Sjónvarps – þöggun. Tvívegis sama kvöld voru „sóma- fréttir“ um forsætisráðherra. Í ann- arri skammaði hún Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn fyrir að fresta lánveit- ingum meðan hún sat til borðs með norrænum meðreiðarsveinum AGS og hafði ekki þrek til þess að beina orðum sínum til norrænna kollega sem taka þátt í aðförinni að þjóð hennar. Við brostum að slíkri fjölmiðlun í sovétblokkinni í gamla daga. Svona vinnur Ríkisútvarp 319.326 Íslendinga. Páll hefur að vísu ekkert um málið að segja enda fréttastofan ríki í rík- inu. Um svona Ríkisútvarp verður aldrei sátt. Eftir Hall Hallsson »Eigendur RÚV geta hvergi fengið úr- skurð um það hvort Rík- isútvarpið fari að frétta- reglum – sé „vettvangur mismunandi skoðana“ Hallur Hallsson Höfundur er blaðamaður. Af RÚV-ræl, spuna og smjörklípum flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.