Morgunblaðið - 07.11.2009, Blaðsíða 36
36 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009
Áhættuhegðun er
það kallað, þegar börn,
unglingar og ungt fólk
leiðist inn í það lífs-
munstur sem ógnar
velferð þeirra sjálfra.
Að halda börnum og
unglingum frá áhættu-
hegðun er í daglegu
tali kallað forvarnir.
Rannsóknir hafa sýnt
að skipulagt æskulýðs-
og íþróttastarf er best til þess fallið
að halda börnum, unglingum og ung-
mennum frá áhættuhegðun. Vandað
æskulýðs- og íþróttastarf eflir fé-
lagslega hæfni einstaklinga, byggir
þá upp og styrkir. Leiðir þá til
manns.
Velferð æskunnar er ekki aðeins
mál viðkomandi einstaklinga og fjöl-
skyldna þeirra. Einstaklingar sem
farið hafa út af sporinu með ein-
hverjum hætti kosta þjóðfélagið há-
ar fjárhæðir á hverju ári. Það er því
ekki aðeins samfélagsleg og siðferð-
isleg skylda að stuðla að velferð
barna, unglinga og ungs fólks. Að
halda æskunni frá áhættuhegðun er
þjóðinni fjárhagslega arðbært.
En hvað gerist ef forvarnastarfið
er vanrækt? Það þekkja Finnar.
Þegar þeir mættu sinni kreppu á síð-
asta áratug 20 aldar, var skorið nið-
ur á öllum sviðum þjóðlífsins. Stuðn-
ingur við æskulýðsstarf var þar
engin undantekning. Í dag eiga
Finnar sína „týndu kynslóð“ með
miklum þjóðfélagslegum vanda-
málum. Einstaklingar sem áttu ung-
lingsár í skugga kreppunnar og eng-
inn hafði efni á að halda frá
áhættuhegðun. Finnar ráðleggja
okkur eindregið að skera ekki niður
á þessu sviði.
Æskulýðs- og íþróttastarf á Ís-
landi er að stærstum
hluta unnið í sjálfboða-
vinnu. Gífurlegur fjöldi
fólks leggur sitt af
mörkum í stjórnum,
nefndum og ráðum, við
skipulag og fram-
kvæmd viðburða
o.s.frv. Við eigum fjöl-
mörg dæmi um það
hvernig fjárstuðningur
við æskulýðsstarf
margfaldast í jákvæð-
um spíral út í öflugt
sjálfboðastarfið. Á sama hátt er mik-
il hætta á að niðurskurður á opinber-
um styrkjum skapi neikvæðan spíral
og berji á eldmóð og áhuga sjálf-
boðaliðanna.
Það eru blikur á lofti. Útlit er fyrir
að komandi kynslóðum mæti annað
samfélag en það sem mætti minni
kynslóð er við stigum út á vinnu-
markaðinn. Því þurfum við sterka
einstaklinga og öflugt fólk til að taka
við keflinu.
Hlustum á Finna og lærum af
reynslu þeirra. Á svona tímum eig-
um við ekki að skera niður styrki til
æskulýðs- og íþróttastarfs. Þvert á
móti þurfum við standa vörð um
æskuna og leita leiða til að efla
markvisst forvarnastarf. Íslenskt
samfélag hefur ekki efni á því að
gera það ekki.
Stöndum vörð um
æskuna á óvissutímum
Eftir Tómas
Torfason
»Hlustum á Finna og
lærum af reynslu
þeirra. Á svona tímum
eigum við ekki að skera
niður styrki til æsku-
lýðs- og íþróttastarfs.
Tómas Torfason
Höfundur er formaður KFUM
og KFUK á Íslandi.
Í FRÉTTAAUKANUM, þætti
Boga Ágústssonar og Elínar Hirst í
sjónvarpinu á sunnudögum, er margt
gamalt og gott rifjað upp. Fyrir
nokkru birtu þau þrjátíu ára gamalt
viðtal við Eystein Jónsson alþingis-
mann og ráðherra, en hann var jafn-
framt formaður Framsóknarflokksins
í allmörg ár og einn virtasti stjórn-
málamaður okkar fyrr og síðar. Ey-
steinn var heiðarlegur og hugsjóna-
ríkur baráttumaður. Við minnumst
hans fyrir margt, en sérstaklega bar-
áttuna fyrir náttúruvernd og fjöl-
skyldustefnu, útivist og gönguferð-
um.
Hann var leiðandi í þessum mála-
flokkum bæði sem stjórnmálamaður
og einnig eftir að pólitískum ferli
lauk. Viðtalið við Eystein í þættinum
varpaði ljósi á hugsun hans fyrir sam-
heldni fjölskyldunnar og föstum sið-
venjum gagnvart þúsund ára hefð og
siðgæði um að halda hvíldardaginn
heilagan.
Eysteinn var staddur á skíðum í
Hveradalabrekkunni með fjölskyldu
sinni og vinum. Fréttamaðurinn
spurði: „Hvað ert þú að gera hér á
sunnudegi?“ Hann svaraði að bragði:
„Ég tók upp á þessu fyrir þrjátíu ár-
um til að hafa frið fyrir símanum á
sunnudögum.“ Yndislegt svar í nú-
tímanum þegar gemsinn hringir í
hverju horni, jafnvel við jarðarfarir.
Hvað varð um
sunnudaginn?
En hvað varð um
sunnudaginn? Hvers
vegna er hann orðinn
hversdagslegur dagur
sem er í raun eins og
allir hinir dagarnir?
„Hverjir stálu sunnu-
deginum,“ spurði al-
vörugefinn gestur
minn þetta kvöld. Nær
er að spyrja: Var það
rétt að rjúfa þann
heimilisfrið og þann helga frið, þann
sáttmála sem um þennan dag ríkti
um víða veröld í þúsundir ára? Hverj-
ir rufu friðinn? Var það versl-
unarvaldið og sölumennirnir og svo
auðvitað tóku stjórnmálamennirnir
sinn þátt í því? Kirkjan og bar-
áttumenn hennar hafa orðið undir.
Hvar stóð verkalýðshreyfingin sem
marga sigra vann? Hins vegar er það
heimilisfriðurinn sem galt mest af-
hroð í þessari byltingu nútímans,
kannski upphafið að græðgisvæðing-
unni, ekkert var heilagt lengur.
Hvíldardagurinn friðhelgur; að eiga
frí á sunnudögum var sáttmáli um
virðingu og góða háttsemi. Mikilvæg-
asta mannréttindamál allra tíma
sennilega fyrir menn og dýr. Þeir
voru bræður þessa bandalags kola-
námuþrællinn og gamli klárinn, báðir
áttu örugga hvíld á sunnudögum eftir
sex daga törn og þrældóm.
Hvernig voru sunnudagarnir?
Hvernig voru sunnudagar á Ís-
landi fyrir fjörutíu árum þegar Ey-
steinn mælir sín viturlegu orð? Þeir
voru dagar með hvíld, fríi, betri föt-
um, öllu hreinu frá laugardags-
hreingerningunni. Maturinn var há-
tíð hjá mömmu eða ömmu, öll
fjölskyldan saman ef það var hægt.
Lambalæri eða hryggur í hádegi,
brúnaðar kartöflur með grænum ora-
baunum og rabarbarasultu og
sveskjugraut á eftir. Þarna fór fram
manntalsþing fjölskyldunnar, sem
ekki væri vanþörf á í dag. Allar versl-
anir lokaðar, enginn að
rífast um pólitík í út-
varpi eða sjónvarpi.
Fólk fór í heimsóknir, í
bíó, í gönguferð, í reið-
túr, til kirkju eða á skíði
eins og Eysteinn.
„Gömlu dagana gefðu
mér,“ var sungið hér áð-
ur. Nú hvarflar ekki að
mér að allt sem var sé til
bóta, en sumt. Þegar við
metum hin gengnu spor
eigum við að kalla það
besta fram sem nýtt
innlegg í líf okkar. Eigum við að loka
öllum stórverslunum á sunnudögum?
Gefa verslunarfólkinu frí og gera
helgarverslunina fyrir helgina? Skag-
firðingar brutu aldrei lögmálið um
sunnudaginn því Skagfirðingabúð
hefur alltaf verið lokuð á sunnudög-
um, öllum að skaðlausu fyrir norðan.
Er sofið út á sunnudögum?
Sunnudagarnir voru dagarnir sem
allir áttu að sofa út hér áður. Hvernig
er því háttað hjá ungu foreldrunum?
Önnur sjónvarpsstöðin rífur börnin
upp klukkan sjö á morgnana, hin
klukkan átta, allt er komið í bál og
brand ef ekki er vaknað í bítið. Eru
stjórnmálamennirnir í fríi eins og
Eysteinn taldi mikilvægt? Nei, Bylgj-
an ræsir þá í deilur upp úr tíu á
sunnudögum. Egill Helgason í Silfr-
inu er mættur í hádeginu og hellir
silfri sínu yfir pólitíkusana sem deila
sem aldrei fyrr og allt heimilisfólkið
er farið að rífast heima í stofu. Dans-
leikjunum lauk klukkan tvö hér áður,
nú fer fólkið út um það leyti að
skemmta sér. Herra Sigurbjörn Ein-
arsson biskup sagði í einni af sínum
síðustu ræðum, sem ég heyrði hann
flytja: „Í dag snýst allt um féþúfur og
Glæsivelli.“ Við höfum brennt okkur
og verið brennd með stríðinu um að
allt skuli keypt og allt sé leyfilegt.
Það er þörf að velta um borðum, sem
forðum.
Þeir stálu líka sunnudeginum
Eftir Guðna Ágústsson » Þeir voru dagar með
hvíld, fríi, betri föt-
um, öllu hreinu frá laug-
ardagshreingerning-
unni. Maturinn var
hátíð hjá mömmu eða
ömmu...
Guðni Ágústsson
Höfundur er fyrrverandi alþing-
ismaður og landbúnaðarráðherra.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Kanarí
Jólaferð 19. desember - 14 nætur
24. nóvember – haustferð
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Frá kr. 49.000
Síðustu sætin!
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 24. nóvember í
25 nætur á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært stökktu tilboð þar sem
þú bókar fllugsæti og gistingu og fjórum dögum fyrir brottför færðu að
vita hvar þú gistir (stökktu tilboð með hálfu fæði eða með "öllu inniföldu"
jafnframt í boði). Einnig bjóðum við mjög takmarkað magn sæta í
jólaferðina 19. desember á frábærum kjörum og m.a. sértilboð á
Green Park Apartments, sem er einfalt og vel staðsett íbúðahótel
á ensku ströndinni. Fjölbreytt gisting í boði.
Ótrúleg
sértilboð
!
Verð kr. 49.900
Netverð á mann. Flugsæti
báðar leiðir með sköttum.
Sértilboð 24. nóv.
Verð kr. 99.900 - Flug og gisting
Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 25 nætur. Stökktu
tilboð 24. nóvember. Aukalega m.v. stökktu tilboð með hálfu fæði kr.
30.000 og með "öllu inniföldu" kr. 50.000. Aukalega m.v. 2 í íbúð á Club
Green Oasis *** með "öllu inniföldu" kr. 60.000.
Verð kr. 109.900 - Jólaferð í 14 nætur
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Green Park
Apartments í 14 nætur. Aukalega m.v. gistingu í smáhýsi m. 2 svefnherb. á
Parquesol kr. 18.050. Verð m.v. 2 í íbúð á Green Park kr. 134.900. Sértilboð 19. des.