Morgunblaðið - 07.11.2009, Side 51

Morgunblaðið - 07.11.2009, Side 51
Velvakandi 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2009 Bórisfrísa Eftir: Þorgrím Kára Snævarr Í morgunfrostinu getur oft verið launhált, sérstaklega á fáförnum leiðum eins og á timburbrúnni í Vatnsmýrinni þar sem þessi mynd er tekin. Þessi vegfarandi hefur tekið þann kostinn að leiða hjólið sitt yfir brúna og njóta morgunstillunnar betur í leiðinni. Morgunblaðið/Golli Frostköld morgunstilla Framboðsfundur á Seltjarnarnesi VEGNA misskilnings eða mistúlkunar sumra sem sátu fund vegna prófkjörs sjálfstæðis- félaganna á Seltjarn- arnesi 4. nóvember sl. á spurningu undirritaðs varðandi grein Press- unnar (kaffistofu) 1. nóvember 2009, sem hún kallar „titring á Nesinu“, vill undirrit- aður taka fram að þessi spurning átti að fara til allra frambjóðendanna, en þeir sátu allir fyrir svörum á fundinum. Þar sem ekki mátti beina sömu spurningu til allra frambjóðendanna í einu samkvæmt fundarsköpum, en spurningin átti erindi til allra fram- bjóðendanna að mati undirritaðs, þá ákvað hann að velja einhvern úr hópnum til þess að svara spurning- unni. Það var tilviljun sem réð valinu, en svarið var bæði heiðarlegt og greinargott. Þann sem svaraði þekki ég ekki af öðru en heiðarleika og trúverð- ugheitum. Þökk fyrir birt- inguna. Jón Jónsson, Seltjarnarnesi. Hótel Holt KONUNNI sem tók svörtu síðu kápuna mína í misgripum á Hótel Holti laug- ardagskvöldið 24. októ- ber sl. er vinsamlega bent á að fara á aftur á Hótel Holt og hafa kápuskipti því þar bíð- ur hennar kápa. Mig sárvantar mína kápu, sem e.t.v. hefur bara verið hengd inn í skáp og hang- ir þar ennþá. Með vinsemd, VS. Gullhringur tapaðist STEINLAUS gullhringur tapaðist í Reykjavík síðastliðinn mánudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 863-7675. Fundarlaun. Ást er... ... þegar snertingin nær dýpra en á yfirborðið. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.