Saga - 1949, Qupperneq 11
7
kirknafé, sem liér á landi gerðust milli bæði leikmanna
sín á milli og leikmanna og kirkjuhöfðingja á síðara
hluta 15. aldar og fram yfir miðbik 16. aldar og settu
allmikinn svip á almenna sögu landsins. Þá má nefna
fornritafrœði (palæografi), enda er hverjum þeim, sem
við sögurannsóknir fæst, nauðsyn að vera sæmilega læs
á rit þeirra tíma, sem máli skipta og ekki hafa verið
gefin út á prenti. Nokkur þekking á tilteknum málum
er og oft nauðsynleg. Sá, sem ekki skilur nokkurn
veginn latínu, getur ekki notað latínubréf, sem úir og
grúir af í heimildum fyrr og síðar, og liann getur ekki
notað rit Arngríms lærða, kirkjusögu Finns og Péturs
biskups o. s. frv. Margar eru hjálpargreinar sögunnar
fleiri en hér hafa verið taldar.
Stjómendum sögufélags var það ljóst, hver þörf er
sérrannsókna um efni þau, sem talin hafa verið. Og
þeim var það eigi síður ljóst, að það væri í verka-
hring félagsins að stuðla að framkvæmd og birtingu
slíkra rannsókna. Fyrir því var það ákveðið á stjórnar-
fundi Sögufélags 15. apríl 1950 „aff hefja útgáfu nýs
tímarits, er fjalli um efni úr sögu Islands og nefnist:
Saga, timarit Sögufélagsins“.
Er ætlazt til þess, að tímarit þetta komi út ár hvert,
ef þess verður kostur, ásamt öðrum félagsbókum. Það
ætlar að flytja frumsamdar ritgerðir um hver þau efni,
sem áffur voru nefnd. Verður því veitt viðtaka greinum,
sem telja má flytja sjálfstæðar rannsóknir um þessi
efni, enda verði ekki taldar tímaritinu ofviða að vöxt-
um, séu á sœmilegu máli, áreitnis- og illlyndalausar, þótt
þær gangi að efni til gegn því, sem aðrir kunna að
hafa skráð um sama efni. Svo munu og birtir verða
ritdómar um sögurit, enda séu þeir hófsamlega, sann-
gjarnlega og rökvíslega skráðir. Loks sýnist hæfa að
geta láts og verka íslenzkra sagnamanna, er að hefur
kveðið.
Reykjavík í júlí 1950.
Einar Arnórsson.