Saga - 1949, Blaðsíða 139
135
sem dó á tímabilinu 17. jan. til 28. marz 1495,
sé lífs, þegar bréfið var gefið út. Ekki er víst,
hvort Páll hefur aftur komið út sumarið 1495
eða 1496, en líklegra kann að þykja, að það
hafi verið 1495.
Nú víkur sögunni aftur til Solveigar Björns-
dóttur.
Með því að Solveig var eftir lát Einars
Björnssonar bróður síns ein eftir af skil-
getnum börnum Bjarnar ríka, þá taldi hún
sig standa til erfða eftir hann. Tók hún því og
Páll bóndi hennar allar eignir Einars undir
sig. Voru þar í auðvitað allar eignir Þorleifs
Björnssonar, sem Einar bróðir hans hafði tek-
ið eftir hann, með því að börn Þorleifs og Ing-
vildar Helgadóttur voru af sumum talin óarf-
geng. Var það mikill auður, bæði í jörðum,
kúgildum og öðru lausafé. Solveig hefur búizt
við því, að arfgengi sona þeirra Páls yrði vé-
fengt vegna áðurnefndra fjórmenningsmeina,
og gerði því erfðaskrá sína, sem dagsett er 17.
jan. 1495,1) þar sem hún ánafnar sonum þeirra
Páls 20 hundruð hundraða, ef þeir verði ekki
arfar hennar, en tíundargerð sína lýsir hún
UO hundruð hundraða að minnsta kosti, og
verða það 4800 hundruð. Hvert hundrað er að
minnsta kosti virði góðrar kýr, og getur þá
hver sem vill reiknað auð þenna til króna eftir
verðlagi kýr um þessar mundir.2) Var þar
saman komin mestallur auður Bjarnar ríka og
1) ísl. fbrs. VII. 242—247.
2) Ef gallalaus kýr á góSum aldri er talin 3000 kr.,
þá næmi au'Sur Solveigar yfir 14 miljónir króna í nú-
gildandi peningum.