Saga - 1949, Blaðsíða 149
145
þá konu við Eiorík Halldórsson einhvern tíma
fyrir 1479. Halldór Ormsson, faðir Eiríks, er
orðinn kirkjuprestur í Skálholti 1462,0 en
hefur þá verið ungur. því að hann lifir til 1513.
Hefur hann því verið fæddur laust fyrir 1440.
Eiríkur sonur hans er ekki fæddur fyrr en
1463 í fyrsta lagi, sennilega nokkru síðar. Þann
11. apríl 1483 á Helgafelli (faðir hans er þá
orðinn þar ábóti, og Eiríkur kemur þá fyrsta
sinni við bréf, svo að kunnugt sé), er vottað
handaband Daða Arasonar af einni hálfu og
„Eiríks Haldórssonar af annarri og Orms Jóns-
sonar hans löglegs umboðsmanns“ um kaup á
jörð.1 2) Eiríkur er sjálfur viðstaddur, en jafn-
framt hans „löglegur umboðsmaður“, sem kaup-
in gerir með honum. Hefur Eiríkur þá sýni-
lega ekki verið tvítugur, ekki lifað enn 20 jóla-
nætur, sem var þá fjárræðisaldur samkvæmt
réttarbót 14. júní 1314, 12. gr., og því gerir
,,löglegur umbo:Ösmaður“ hans einnig kaupin.
En samkvæmt þessu hefur Eiríkur ekki getað
verið w,eir en 15 vetra árið 1478, síðasta árið,
sem Páll Jónsson hefði getað starfað að kvon-
bænum um aðra konu en Solveigu Björns-
dóttur. Æska Eiríks giróir því algerlega fyrir
það, a'ð þeir Páll hafi getað keppt um konu,
áður en Páll stofnaði til ráðahags við Solveigu.
Þar með er fallinn grundvöllurinn undir arf-
sögninni, eins og sira Þórður Jónsson, Fitja-
annáll og Jón Espólín flytja hana.
b. Þá er síðara tilvikið, að þeir Páll og
Eiríkur hafi keppt um „Akra-Guðnýju“ eftir
1) ísl. fbrs. V. 368.
2) ísl. fbrs. VI. 429.
Saga.10