Saga - 1949, Blaðsíða 163
159
miskunn, ef hann hafði greitt manngjöld eða
samið við þann, sem þau skyldi taka.
Þetta mál hefur þótt mikið stórmæli, sem
von var. Þess vegna nefna lögmenn báðir,
Finnbogi Jónsson og Helgi Oddsson, en eigi
Finnbogi einn, eins og Espólín segir, tveggja
tylfta dóm lögréttumanna um land allt á al-
þingi. Hlutverk dómenda er tvenns konar, svo
sem sagt var:
1. Að ákveða manngjöld, er vegandi skyldi
greiða eftir Pál, og
2. Að dæma refsingu á hendur Eiríki fyrir
vígið.
En áður en leyst væri úr þessum atriðum,
varð að sannreyna tvö önnur frumatriði. Ið
fyrra var um víglýsingu. Vegandi, sem ekki
lýsti vígi, var talinn morðingi, en morð var
óbótamál, Jónsbók Mannhelgi 2. og 10. kap.
Kom fram fyrir dómi svarinn vitnisburður um
það, að Eiríkur hefði lýst sig veganda Páls og
var sú víglýsing dæmd lögleg. Varð vígið því
ekki metið morð. í annan stað varð að athuga
það, hvort Eiríkur hefði haft nokkurar sakir
á hendur Páli. Eiríks getur að vonum ekki
sjálfs á þinginu, enda hefur hann auðvitað
ekki hætt sér í návist eftirmálsmanna Páls og
eigi haldið sig utan griðastaða. Hefur hann
sennilega flúið í Helgafellsklaustur, þar
sem faðir hans var ábóti. Fyrirsvarsmaður
Eiríks þar á þinginu var Þorleifur Ormsson,
föðurbróðir hans, lögréttumaður í Þórnessþingi.
Hann er sagður hafa verið krafinn að láta
fram gögn eða vitni um sakir, er Páll hefði
gert við Eirík, en Þorleifur sagðist engin hafa.