Saga - 1949, Blaðsíða 76
72
hreystilega með honum. Þessi sveit, fylgdar-
menn Smiðs, hefur verið kjarninn í liði hans.
Fylgdarmennirnir hafa verið vanir vopnaburði,
vel vopnaðir og haft góðar hlífar, verið klædd-
ir „hringserkjum", eins og í Snjólfsvísum
segir. í liði Smiðs voru þrír íslenzkir höfð-
ingjar. Með þeim hafa líklega verið um 20
menn, eða svo sem 7 menn með hverjum að
meðaltali, líklega einungis fylgdarmenn þeirra.
Um liðsafnað meðal bænda hefur því alls ekki
verið að tefla.
Höfðingjar þeir, sem í för með Smið voru,
eru nefndir þrír. Þar er Jón Guttormsson fyrst-
ur talinn, sem vonlegt var, enda hefur förin
verið farin öðrum þræði að hvötum hans. Hann
sýnist jafnan hafa verið inn „illi andi“ Smiðs.
Annar höfðingja þessara var Ormur Snorrason,
sem þá var lögmaður sunnan og austan. sem
fyrr segir. Líklega hefur Smiður þegar (1361)
veitt Jóni lögmannstignina í lögdæminu norð-
an og vestan, svo að báða lögmennina hugðist
hann hafa í förinni. Þriðji höfðinginn var
Þorgeir nokkur Egilsson, sem ókunnur mun
vera að öðru leyti en því. að Gottskálksannáll
getur utanfarar hans 1365, útkomu 1366, „með
vald um allt land“. ásamt þremur mönnum
öðrum, og andláts hans 1394.1) Þorgeir hefur
því verið í höfðingja tölu, enda virðist svo
talið í Flateyjarannál, þar sem hann er sagður
hafa þegið grið með Ormi Snorrasyni á Grund-
arfundi. Óvíst er það, hver verið hafi sá Þor-
geir „heitinn", sem í Wilkinsmáldaga Hauka-
1) Isl. Annalor bls. 361, 368.