Saga - 1949, Blaðsíða 50
46
Sturlusonar og manni hennar, Hálfdani Sæ-
mundarsyni í Odda Jónssonar. Hún hefur því
verið af tveimur stórættum landsins, Odda-
verjum og Sturlungum, komin.
En því hefur verið haldið fram að Grundar-
Helga hafi verið komin af Þórði kakala Sig-
hvatssyni, bróður Steinvarar. Rökstuðnings
þarf það því, að Helga hljóti að vera niðji
Steinvarar, en ekki Þórðar kakala.
Það er öruggt, að Þórður kakali sat á Grund
og átti þá jörð. Þórður kvæntist ekki, en átti
fimm óskilgetin börn, eins og getið var. Þórður
dó 1256. Eftir þá gildandi erfðalögum var
Steinvör, systir Þórðar, næsti erfingi hans,
áttundi maður í erfð,1) en inir óskilgetnu synir
hans voru níundu menn í erfð og komu því
ekki til greina, nema Steinvör gæfi þeim eftir
erfðarétt sinn. Erfðaréttur þeirra var því ekki
einungis „ekki skýlaus", eins og Klemens Jóns-
son tekur til orða,2) heldur var hann alls eng-
inn. Er því alveg tilefnislaust að tala um
ásælni af hálfu Steinvarar eða sona hennar
gagnvart sonum Þórðar, þótt hún og synir
hennar síðan héldu Grund sér til eignar. Rétt-
ur Steinvarar var einmitt alveg skýlaus. Svo
virðist sem erfðaákvæði Grágásar hafi ekki
verið athuguð af þeim, sem vilja láta sonu
Þórðar kakala hafa eignazt Grund eftir lát
hans.
Það er víst, að Steinvör tók undir sig Grund-
arland, og niðjar hennar í karllegg halda jörð-
ina fram á 13. öld. Og þess finnast engin
1) Grágás Ia 218—219, II. 63.
2) Grund í Eyjafiröi bls. 104.