Saga - 1949, Blaðsíða 102
98
skip og góz og fært konungi. Sökin mundi því
einungis hafa varðað upptöku eigna þessara,
en eigendum þurfti þá ekki að halda í varð-
haldi, allra sízt marga mánuði. Ef Þorsteinn
hefur hins vegar einnig verið borinn þeirri
sök, að hann hafi átt þátt í vígi Smiðs, beint
eða óbeint, þá hefði það verið ærin sök til
varðhalds, enda hefði sennilega þurft nokkuð
langan tlma til prófunar þess máls. Fregnin
um Grundarvíg hefur sennilega verið komin
til Noregs um líkt leyti og þeir Þorsteinn komu
þangað, og ef til vill hefur hún verið komin
til konungs, áður en Þorsteinn kom fyrir hann,
þó að vitanlega verði ekkert um það fullyrt.
Má vera, að sjálfir hafi þeir Þorsteinn flutt
fregnina, enda tjóaði vitanlega ekki að leyna
henni. Hún hefði allt að einu borizt konungi
mjög bráðlega.
Konungur gaf Þorstein fyrst og fremst
kvittan af „reikningi“. Vera má, að Þorsteinn
hafi ekki goldið konungi allt það, er hann
skyldi gjalda vegna leigu landsins árin 1358—
1361 eða eigi annars gert full reikningsskil.
Þau hefur hann þá gert í Noregi. En svo
kvittar konungur hann einnig „af öllum mála-
vöxtum“. Mætti skilja þetta svo, að fleiri hafi
verið sakir á Þorstein bornar en ein, og mættu
þær sakir vera 1 )brot á verzlunarlögum og 2)
hhddeild, í vígi Smiðs. Það hefði komið fram,
að Þorsteini hefði ekki orðið gefin sök á lend-
ingu sinni við Hálogaland og að ekki hefði
hann komið þar í verzlunarskyni. Líka mætti
hugsa sér, að honum hefði verið gert að greiða
einhverja sekt til konungs fyrir verzlunarbrot,
með því að ekki hefðu þótt vera komnar fram