Saga - 1949, Blaðsíða 137
133
páfans eyrna".1) Bréf þetta hefur sjálfsagt
komið til biskups sumarið 1480, en hann sýn-
ist ekki hafa skipazt við það, því að af nýju
verður að leita til páfavaldsins, og fær biskup
enn stranga skipun um að veita leyfið með
bréfi umboðsmanns páfa 19. des. 1481.2) Svo
er að sjá sem enn hafi staðið í stappi um ráða-
hag þenna um stund. Hinn 2. maí 1484 vinnur
Solveig eið að því, að aldrei hafi Jón Þorláks-
son fastnað sér hana, og að aldrei hafi hún
„saurgazt til líkamlegrar sambúðar" af nokkr-
um öðrum en Jóni Þorlákssyni og Páli Jóns-
syni.3) Ekki er ljóst, hvort hjúskapur þeirra
hefur þá verið gerður, en helzt kynni þó að
mega ætla, að eiður þessi hafi verið unninn ef
vera mætti, að biskup ynnist þá fremur til þess
að veita samþykki sitt til ráðahagsins. En
hvernig sem þessu er varið, þá er hitt víst,
að þau Páll og Solveig hafa talið sig lögleg
hjón, eins og sjá má á testamenti Solveigar
frá 17. jan. 1495, enda þótt hún beri kvíðboga
fyrir því, að „hindrun ómildra ,manna“ og
„ómjúkt miskunnarleysi" kunni að verða erfða-
rétti sona þeirra Páls til tálma.4) Bú þau Sol-
veig og Páll saman á Skarði til dánardægurs
Solveigar og eiga með vissu tvo sonu, Jón, sem
dáinn er á undan föður sínum,5) og Þorleif,
er síðar varð lögmaður og höfðingi mikill.
Páll á skarði var mikill maður fyrir sér og
1) ísl. fbrs. VI. 234—235.
2) ísl. fbrs. VI. 418—421.
3) ísl. fbrs. VI. 511—512.
4) ísl. fbrs. VII. 242, 245.
5) Isl. fbrs. VII. 591.