Saga - 1949, Blaðsíða 166
162
Þar næst var ákvörðun um sekt Eiríks gagn-
vart konungsvaldinu. í því efni skírskota dóm-
endur til áðurnefnds ákvæðis í Jónsbók Mann-
helgi 2. kap. og landsvistar og verndarbréfs
Páls áðurnefnds. Telja þeir „míns herra kongs-
ins mann sleginn í hel hafa verið“. Áður höfðu
þeir dæmt Eirík hafa vegið Pál saklausan.
Fyrir því dæma þeir Eirík „óbótamann og full-
komiö níöingsverk unniö hafa“. Dæma þeir
Eirík „fyrirgert hafa fé og friöi landi og
lausum eyri og rétt fanginn vera, hvar sem
hann næst utan griöastaöa, en allt hans góz,
fast og laust, kvikt og dautt. falliö undir kong
hálft, en hálft undir löglega erfingja, .... aö
afluktum vígsbótum og öörum löglegum skuld-
um“. Samþykkti höfuðsmaður dóm þenna og
lögmenn báðir.
Dómur þessi sýnist að öllu réttur. Samkvæmt
Jónsbók Mannhelgi 4. kap. skyldi sá, er níð-
ingsverk vinnur, fara „útlægur ok óheilagur
ok hafa fyrirgert landi ok lausum aurum ....
ok komi aldrei í land aftr. nema hann beri
hersögu sanna, þá sem landsmenn vitu eigi
áðr, þá nái hann landsvist með slíku friðkaupi
ok miskunn, sem konungr gerir á“. Slíkur
maður var því réttdræpur utan griðastaða
(kirkna eða klaustra) og átti venjulega ekki
afturkvæmt til landsins, þótt það tækist að
koma honum utan. Eiríkur Halldórsson hefur,
eins og getið var. sennilega komizt í Helga-
fellsklaustur, þar sem faðir hans var ábóti,
og haldizt þar við um hríð. Eiríkur er í sum-
um afskriftum dómsins nefndur „heitinn“, en
það er sjálfsagt innskot afritara, því að í
niðurlagi dómsins er hann dæmdur „rétt fang-