Saga - 1949, Blaðsíða 109
105
Eyjólfssyni á alþingi“. Þorsteinn Eyjólfsson
var þá lögmaður um allt land. Hlýtur hann því
að hafa einnig komið við þetta þing í Spjald-
haga. Á þessu ári gerast þá tveir atburðir, er
mál þetta varða: Fyrst þingið í Spjaldhaga og
síðan úrlausn þess á alþingi. Spjaldhaga-þingið
sýnist hafa verið háð til undirbúnings því, er
gera átti á alþingi í málinu. Er líklegt, að
hirðstjói’inn hafi hlutast til um þetta þing-
hald. Þó að í annálsbrotinu segi, að „Sunn-
lendingar“ hafi komið saman á þing þetta, þá
liggur í eðli málsins, að þar hafi ekki Sunn-
lendingar einir komið, heldur hefur það verið
samkoma bæði manna að sunnan og norðan,
því að báða skipti málið. Geta mætti þess til,
að þeir tveir höfðingjar að sunnan, sem með
Smið voru og höfðu þegið grið á Grundarfundi,
hafi verið fyrir Sunnlendingum á þingi þessu.
Það er haldið í Spjaldhaga. sem er rétt hjá
Grund í Eyjafirði og því alveg á vettvangi.
Eins og vant er, þá er sögn annálsbrotsins
mjög óákveðin. Þar segir ekkert annað en að
„Smiðs mál“ hafi verið fundarefnið. Enginn
dómur virðist hafa gengið um þau þar. Sýnist
líklegt, að umræðuefnið hafi verið það, hver
eða hverir skyldu greiða manngjöld, ef Smiður
teldist bótamaður. Eins og áður er að vikið,
kann það að hafa verið óvíst, hver verið hafi
banamaður (vegandi) Smiðs, því að margir
hafa að honum sótt, og hann hefur ekki lýst
nokkurn sérstakan veganda sinn, og ef til vill
hefur enginn heldur lýst sig veganda. Og þótt
svo hefði verið, þá var hér svo ástatt, að marg-
ir voru að verki, en höfuðsökin hlaut að falla
á forustumennina, sem því hefðu átt að greiða