Saga - 1949, Blaðsíða 167
163
inn“, hvar sem hann næst utan griðastaða, og
má á því marka, að dómendur vita ekki annað,
en að hann sé þá lífs.
Sira Þórður og Fitjaannáll, og síðan Espólín
og Bogi, segja, að Eiríkur (og tveir af Eyrar-
mönnum) hafi verið dæmdir „útlægir og friS-
lausir um Norðurlönd til páfans náöa“, og að
þeir hafi orðið að „útvega páfaleyfi til lcmds-
vistar“. Um þetta er vitanlega ekki stafur í
dómunum um Eirík og þessa menn hans, enda
er það in mesta fjarstæða. Konungur einn, en
ekki páfi, gat veitt landsvistarleyfi. En Eiríki
var engrar landvistar von yfir höfuð, þó að
hann kæmist utan. Hér á landi var hann óhelg-
ur utan griðastaða, (kirkna og klaustra). Þar
var hann friðhelgur, með því að hann hafði
ekki saurgað helga staði eða helga hluti með
aðför að Páli og vígi hans. Veraldlegir dóm-
stólar dæmdu menn auðvitað ekki á páfagarð.
Dómstólar kennivaldsins dæmdu hins vegar
mönnum stundum að leita aflausnar páfa fyrir
alvarlegustu kirkjulagabrot. En um slíkt brot
var ekki að tefla hér. Sagnritararnir allir
fjórir (sira Þórður, Fitjaannáll og Espólín og
Bogi) segja Eirík hafa farið á páfagarð. Hafi
Eiríkur dáið í Róm og fengið þar virðulegan
gröft. Sannleikurinn er sá að „vandræðamenn"
alla, þá sem komast í kirkju, mátti flytja sekta-
laust til Noregs, samkvæmt réttarbót 14. júní
1314, 7. gr. Eiríkur hefur vafalítið komizt í
griðastað eftir víg Páls, og þess vegna hefur
hann verið ferjandi utan, ef hann mátti til
skips komast og einhver vildi taka við honum
til flutnings. Má því rétt vera, að Eiríkur hafi
komizt utan og að hann hafi gengið til Róm-