Saga - 1949, Blaðsíða 136
182
En tvennt er athugavert við þessa ættfærslu.
Cecilía ér nefnd kona Páls á Eiðum í Nýja
annál,1) en þar er hún nefnd Þorsteinsdóttir,
en ekki Þóróardóttir. Telur dr. Jón föðurnafnið
hafa misritazt. Og mætti það rétt vera. Ingi-
björg dóttir Cecilíu verður kona Lofts ríka,
sem áður hafði getið börn við Kristínu Odds-
dóttur lepps, en systkinadætur hefðu þær Ingi-
björg og Kristín verið, ef Cecilía móðir Ingi-
bjargar hefði verið dóttir Þórðar Flosasonar.
Það hefði að lögum skipt sama máli um hjú-
skapartálma milli Lofts og Ingibjargar og ef
þau hefðu verið systkinabörn, því að mæðgir
og frændsemi skiptu sama máli um hjúskapar-
meinbugi. Vera má, að ekki verði það fortekið,
að leyfi kirkjuvaldsins hefði fengizt til hjú-
skapar með svo námæðgum aðiljum, en alls
ólíklegt er það, og engin dæmi munu til þess
vera, að hér á landi hafi verið leitað leyfis eða
að leyfi hafi verið veitt til hjúskapar svo ná-
inna aðilja.
En hvernig sem frændsemi þeirra Páls og
Solveigar hefur verið til komin, þá er það víst,
að þau voru fjórmenningar.
Var leitað leyfis páfavaldsins til ráðahags-
ins, og 20. des. 1479 bauð umboðsmaður páfa
(protonotarius apostolicus), sem kveðst hafa
um þetta talað við sjálfan páfann, biskupi að
veita leyfið, enda virðist sem slíkt levfi hafi
áður verið fengið, en biskup hafi ekki sinnt
því, því að nú er honum boðið, „undir banns
pínu“, að hlýða skipun páfavaldsins, svo „ei
komi þetta kveinsamt kall oftar meir til herra
l)Annales Isl. I. 11.