Saga - 1949, Blaðsíða 147
143
ildirnar (sira Þórður Jónsson og Fitjaannáll)
kvonarkeppni þeirra Páls og Eiríks verða áSur
en samgangur þeirra Páls og Solveigar varð.
Hefði þetta þá orðið að gerast fyrir 1479, því
að 5. apríl það ár samþykkir Ólöf ríka, móðir
Solveigar, ráðahag þeirra. Þá hefði ,,Akra-
GuSný“ hlotið að vera dáin. Ráðahagur þeirra
Páls og hennar hlyti því að hafa tekizt nokkru
fyrr, ef til vill ekki síðar en 1470 eða skömmu
þar eftir. Menn hafa verið að leita að „Akra-
Guðnýju", en hún hefur reynzt torfundin. Bogi
Benediktsson1) getur þess til, að hún kunni að
hafa verið dóttir Gríms lögmanns Jónssonar á
Ökrum. Hann átti, eins og sagt var, Guðnýju
Þorleifsdóttur og Ingvildar Helgadóttur, en það
verður miklu seinna. En Bogi heldur hér, að
„Akra-Guðný“ hafi verið seinni kona Páls,
enda fengi það ekki með nokkru móti staðizt
tímans vegna, að hún hefði verið fyrri kona
Páls og þó dóttir Gríms lögmanns á Ökrum,
sem varla er fæddur fyrir 1470. Og Guðnýju
Þorleifsdóttur, sem nefnd hefur verið til
þessa,2) er óhætt að útiloka. Liggja til þess
tvennar ástæður. fyrsta lagi hefur hún naum-
ast verið orðin gjafvaxta um það leyti, sem
Páll hefði átt að fá ,,Akra-Guðnýjar“.3) Og þó
að þessu væri ekki til að dreifa, þá hefði aldrei
getað komið til mála, að Páll hefði leitað ráða-
1) Sýslum.æfir II. 558.
2) Sama staSar Y. 135.
3) Ingvildur Helgadóttir er fædd fyrir 1445. Elztu
börn þeirra Þorleifs Björnssonar (þau áttu 13 alls, öll
fædd fyrir 1478), kunna að vera fædd nálægt 1460. En
Guðný hefur eigi verið meðal þeirra. Sbr. síðar.