Saga - 1949, Blaðsíða 14
10
ál, Hoyersannál og Konungsannál, lýkur fyrir
þann tíma, er hér skiptir máli. Fimmta annál-
inn, Skálholtsannál, þrýtur árið 1356, og skipt-
ir hann því litlu máli. Þá eru fjórir annálar,
sem greina atburði þá, sem hér verður reynt
að rekja, og eru þeir þessir:
1. Annálsbrot kennt við Skálholt, sem sýn-
ist vera skráð mjög samtímis atburðunum, og,
að því er útgefandinn, Gustav Storm, telur, á
Möði-uvöllum í Hörgárdal.1) Ætti þessi annáll
því að vera sæmileg heimild, svo langt sem
hann nær.
2. Lögmannsannáll. Annál þenna hefur
Einar prestur og officialis Hafliðason á Breiða-
bólstað í Vesturhópi skráð, inn merkasti mað-
ur.2) Hann var sjálfur uppi, er atburðirnir
gerðust, þeir er hér skipta máli, og riðinn við
deilur eyfirzku prestanna og höfðingjanna við
Jón biskup skalla Eiríksson. Eftir lát höfundar
hefur annál þessum verið fram haldið til 1430.
Er hann tímabilið 1393 til 1430, þá er hann
þrýtur, eina heimildin svo að segja um flesta
atburði þann tíma.3)
3. Gottskálks annáll. Annáll þessi er gerð-
ur af sira Gottskálk Jónssyni í Glaumbæ (d.
1590), dóttursyni Gottskálks biskups Nikulás-
sonar, upp úr eldri annálum, til 1394, sem eru
ekki lengur til. Hefur Gottskálks annáll nokk-
uð, sem ekki er annars staðar.4)
4. Flateyjarannáll. Þessi annáll er í Flat-
1) Isl. Annaler bls. XX.
2) Isl. Annaler bls. XXI.
3) Sbr. Isl. Annales. bls. XXIV, Annales Isl. I. 1—5.
4) Isl. Annaler bls. XXV—XXVIII.