Saga - 1949, Blaðsíða 134
130
arfgeng, enda yrði slíkt ekki ákveðið þvert
ofan í landslög.1 2)
Sonur þeirra Þorleifs og Ingvildar var Björn,
er síðar kemur hér við sögu, en meðal dætra
þeirra var Kristín, sem Eiríkur Halldórsson,
Ormssoncor ábóta á Helgafelli (d. 1513), á
Álftanesi átti.1) Hlýtur hann að hafa fengið
hennar, áður en atburður sá gerðist, sem hér
verður tekinn til athugunar, eins og síðar
verður greint.
Þorleifur Björnsson andaðist 1486. Björn
sonur hans var þá, að sögn sjálfs sín, ekki
hér á landi.3)
3. Einar, sonur Bjarnar ríka, bjó á Auðkúlu
í Svínadal, sem verið hafði um hríð í eigu
Vatnsfjarðarættarinnar. Einar var auðugur og
líka yfirgangsmaður inn mesti. Taldi hann sig
erfingja Þorleifs bróður síns og tók undir sig
eignir hans, með því að börn hans væru óskil-
getin. En Einar naut eignanna ekki lengi, því
að látinn er hann einhvern tíma á tímabilinu
frá 30. júlí 1492 til 26. des. 1494.4) Einar lét
engin arfborin böm eftir sig. Af skilgetnum
bömum Bjarnar ríka var þá eftir eitt á lífi,
4. Solveig. Hún gerði bú að Hóli í Bolungar-
vík, erfðajörð sinni, og gat ráðsmaður hennar,
Jón Þorláksson, þar við henni átta börn.5) En
eigi þótti hann svo fjáður eða ættstór, að hann
mætti fá hennar. En árið 1479 hefur Páll Jóns-
1) Sbr. t. d. ísl. fbrs. VII. 565, XI. 715.
2) Sýslum.æfir II. 538.
3) ísl. fbrs. XI. 347.
4) ísl. fbrs. VII. 126, 231. Gottskálksannáll og SkarSs-
árannáll telja Einar dáinn erlendis 1493.
5) Sýslum.æfir II. 491—498.