Saga - 1949, Side 101
97
Hálogaland, en þar hafi eigi mátt verzla, held-
ur skyldi verzlun frá íslandi fara um Björgvin.
Þó að þetta sé rétt, þá hefur það að vísu leitt
til aðgerða þeirra, sem sýslumaður konungs er
sagður hafa framkvæmt, en varla til innar
löngu varðhaldsvistar. Þorsteinn Eyjólfsson
hefur vafalítið þegar getað fært nægilegar af-
sakanir fyrir því, að skip hans hafi borið að
Hálogalandi, að þeir hefðu lent þar af nauð-
syn, en ekki til þess að verzla við Háleygi, enda
þar sennilega ekki mikill skreiðarmarkaður,
en skreið var þá orðin aðalútflutningsvara Is-
lendinga. Það þarf ekki að gera ráð fyrir því,
að Þorsteinn hafi ekki þekkt ákvæði um verzl-
un milli Islands og Noregs. réttarbótina frá
febr. 1348,og ekki sýnast miklar líkur til
þess, að hann hafi viljað eiga á hættu sakar-
giftir um brot á henni. Hann mundi, eins og
Björn Jórsalafari 1389, hafa skjótt getað látið
eiða ganga um nauðsyn sína til lendingar við Há-
logaland. Og ekki er þess getið, að Björn Jór-
salafari hafi verið hafður í varðhaldi sakir
ákæru um verzlunarbrot á Grænlandi. En það,
sem sýnist taka af skarið um það, að Þor-
steinn hafi ekki verið hafður í varðhaldi vegna
sakargiftar um brot á verzlunarháttum, er það,
að sú ein refsing, sem lögð var við slíku broti,
sem Þorsteinn ætti að hafa framið, var sú,
ftð varningurinn skyldi vera gerSur upptækur
konungi til handa, samkvæmt réttarbót frá ca.
1302.1 2) Nú hafði sýslumaður konungs tekið
1) ísl. fbrs. II. 845—846.
2) ísl. fbrs. II. 332—333.
Saga. 7