Saga - 1949, Blaðsíða 155
151
hefði átt að lögum að skipta í sex staði. Hlaut
sonur jafnt og tvær dætur samkvæmt Jónsb.
Kvennag. 7 (1. erfð). Hefði Björn átt að fá
% hluta, eða c. 1000 hundruð, en hver systr-
anna c. 500 hundruð, og því meira að tiltölu
sem auðurinn kann að hafa verið rneiri. Hundr-
að er kýrvirði, og ef það er sett kr. 3000, þá
nemur allt féð 9 milj. króna, en arfahluti
Björns 3 miljónum og hverrar systranna hálfri
annarri miljón. Þeir Björn Þorleifsson og
Eiríkur Halldórsson hafa þá gert tilkall til að
minnsta kosti 1500 hundraða af fé því, sem
Páll á Skarði hafði að halda af fé því sem
Solveig Björnsdóttir hafði undir sig tekið eft-
ir bræður sína. En í raun réttri varðaði krafa
þeirra allt það fé Þorleifs, því að hinir aðilj-
arnir hlutu að koma á eftir, enda má Björn
hafa haft umboð frá þeim til fjárheimtunnar.
Páll á Skarði er sagður hafa verið ið mesta
afarmenni, og hefur fjárheimta í greipar hon-
um ekki verið auðveld, eins og þá hagaði til
hér á landi. Má nærri því geta, að þeir Björn
hafa krafið Pál um erfðaféð, með því að þeir
höfðu fengið úrsloirð Stefáns biskups um skil-
getning og arfgengi barna Þorleifs Björnssonar
og Ingvildar Helgadóttur, en það mál skyldi
að lögum sæta úrlausn kirkjuvaldsins, sam-
kvæmt Kristinrétti Árna biskups 41. kap. Páll
hefur vafalaust neitað með öllu að láta féð af
hendi. Málið hefur orðið ið mesta kappsmál og
hatursmál. Aðiljar eru börn síns thna og skirr-
ast því engin ráð til þess að hafa mál sitt fram,
ef þess er nokkur kostur, eða til hefnda fyrir
mótgerðir. Þeir láta sér víg Páls ekki fyrir
brjósti brenna, með því að hann stendur þá