Saga - 1949, Blaðsíða 105
101
fengið hirðstjórn um Norðlenclingafjórðung, en
Þorsteinn Eyjólfsson lögsögu þar, eins og sagt
var. Ekki er ólíklegt, að þeir hafi undir það
gengizt að láta dóm ganga um frændbætur
(manngjöld) eftir Smið og yfirhöfuð leiða það
mál til lykta. Hirðstjórnartími þeirra hefur
víst verið úti árið 1367, svo að á því ári í
síðasta lagi hefðu þeir átt að leiða þessi mál
til lykta. Ekki sjást þess merki, að nokkuð
hafi verið gert í þeim fyrr en þetta ár.
Árið 1366 fóru utan fimm nafngreindir
menn, Ormur Snorrason og Þorgeir Egilsson,
sem báðir höfðu verið á Grund með Smið, eins
og sagt hefur verið, Ólafur Pétursson, sem enn
hafði hirðstjórn norðan og vestan, Andrés
Gíslason og Magnús Jónsson. Árið eftir (1367)
koma allir þessir menn út með vald um land
allt, nema Ólafur Pétursson,1) sem ekki virð-
ist hafa fengið áheyrn um völd sér til handa
áfram. Nú, er þessir menn hafa fengið æðstu
völd á íslandi, mætti vera, að eitthvað hafi
verið tekið að stugga við Þorsteini Eyjólfssyni
og Ólafi Péturssyni, sem einn þessara fimm
manna kemur valdalaus til landsins. Nú er
eins og þeir Ormur Snorrason og Þorgeir Eg-
ilsson hafi komið ár sinni fyrir borð. Valda-
tími þeirra Þorsteins og Ólafs kann að hafa
verið liðinn 1367, eins og að var vikið, enda
sleppa þeir nú völdum sínum, en hinir koma
og taka við. Flateyjarannáll segir fyrst árið
1367, að Andrés Gíslason hafi komið út með
1) Isl. Annaler bls. 361 (Gottsk.ann.), 401 (Plat., er
segir Andrés Gíslason einungis hafa komi'8 út með völd
áriS 1367).