Saga - 1949, Síða 59
55
1313, og sýnist það nokkuð snemmt. Hefði
hún þá verið um fimmtugt, er Smiður var veg-
inn. Smiður á að hafa leitað hvílubragða við
Helgu. Þessi sögn þarf ekki að vera ósönn, af
því að Smiður hefði ekki getað girnzt fimm-
tuga konu, þó að Klemens Jónssyni1) þyki það
ólíklegt. En betur kemur það heim. að Helga
sé síðar fædd. Ef hún er dóttir Jóns á Grund,
þá gæti hún verið fædd svo sem 1320—1330.2)
Með því að öruggt má telja, að Grundar-
Helga sé komin af Steinvöru Sighvatsdóttur
og Hálfdani Sæmundarsyni á Keldum, þá verð-
ur að velja á milli ættfærslu hennar frá „Birni
Þorvaldssyni" og „Steinvöru Loftsdóttur“ ann-
ars vegar og ættfærslu Steins Dofra, að Helga
sé Jónsdóttir Björnssonar á Grund. Ekkert
mælir þeirri ættfærslu í gegn. Að vísu skýrir
hún ekki hlutdeild Helgu, hvort sem hún hefur
verið mikil eða lítil, í Grundardaga eins vel og
sú ættfærsla, er lætur hana vera systur Árna
Þórðarsonar hirðstjóra, en þá hlutdeild má
skýra með þeirri staðreynd, að Helga var hús-
freyja á Grund, einu frægasta býlinu í Eyja-
1) Grund í Eyjaf. bls. 115.
2) í Flateyjarannál (Isl. Annaler bls. 420) er árið
1392 getið andláts þriggja kvenna í röð, Margrétar
Jónsdóttur, sem áður er nefnd og Steinn Dofri hyggur
vera dóttur Jóns á Grund og konu Hákonar Gizurar-
sonar, en systur Grundar-Helgu, Helgu Loftsdóttur og
Helgu Pilippusdóttur. Sennilega er hvorug þessara
samnefndu kvenna Grundar-Helga, því að Helga Lofts-
dóttir gæti naumleg’a verið dóttir Lofts Hálfdanar-
sonar, sem hefur andazt í hárri elli (1312) og hefur
•**ví naumast átt kornunga dóttur, þegar hann lézt.