Saga - 1949, Side 39
35
kúlu.1) Var Þorsteinn þá ungur og ókvæntur.
Getur hans lítt síðan, en enn er hann á lífi
1346.2)
Af sonum Kolbeins Auðkýlings kemur því víst
aðeins einn til greina, Benedikt ríki á Auðkúlu
. (d.1379), sem bæði var auðugur og mikill höfð-
ingi. Hann getur í síðasta lagi verið fæddur
1310, árið eftir að faðir hans var veginn.3)
En nokkru fyrr þó, því að 1323 segir Gott-
skálksannáll hann hafa komið út með sýslu,4)
sennilega í Ilúnavatnsþingi. Árið 1345 segir
Skálholtsannáll Benedikt aftur hafa farið út.5)
Árið 1350 stefnir Magnús konungur Eiríksson
Benedikt utan, ásamt sjö öðrum höfðingjum
og stórbændum í Norðlendingafjórðungi,' þar
á meðal Kolbeini syni Benedikts, Geir Þor-
steinssyni á Seylu, Nikulási Broddasyni í Flata-
tungu, Magnúsi Brandssyni á Svalbarði, Sig-
urði Guðmundssyni lögmanni á Silfrastöðum
og Pétri Halldórssyni lögmanni, fyrir mótþróa
þeirra við Orm biskup Ásláksson. Segir í ut-
anstefnubréfinu, að þessir menn hafi á al-
■uiennilegu þingi gert „samtak“ móti biskupi,
1) Bisk. Bókm.fél. I. 852—853.
2) ísl. fornbr.safn II. 835.
3) Sögnin í Auöunarmáldaga Auðkúlukirkju (ísl.
fornbr.safn II. 474) um tillög Bonedikts til kirkj-
unnar sannar ekkert um aldur hans, því að sú sögn,
sem er síðast í máldaganum, er að öllum líkindum í
tann komin síðar, eins og útgefandi safnsins virðist
helzt ætla. 1318, er máldaginn var settur, hefur Bene-
dikt enn verið í æsku, og ekki sennilegt, að hann hafi
þá þegar lagt kirkjunni marga gripi.
4) Isl. Annaler bls. 346.
5) Isl. Annalor bls. 211.