Saga - 1949, Blaðsíða 174
170
dóttir gengur í ábyrgð fyrir Pál um greiðslu
gjaldsins fyrir aðgerðir hans á Öndverðareyri.
Mætti þetta ef til vill benda til þess, að Björn
Þorleifsson hafi ekki verið eins hlutlítill um
víg Páls og látið hefur verið í veðri vaka, er
gjald hans hefur verið ákveðið vegna hlut-
deildar hans í aðför að Páli á Skarði.
Þess hefur áður verið getið, að Björn Þor-
leifsson hafi verið með í aðför að Páli á Skarði.
En Björn hefur ekki verið fyrirliði fararinnar,
að minnsta kosti ekki á yfirborðinu. Hefur það
ekki þótt hentugt, að Björn yrði talinn það,
með því að hann var aðalmaðurinn í arfa-
deilum þeirra Páls. En samt sem áður hefur
Björn getað lagt til menn til fararinnar, og
verið hefur Páll Aronsson, sem sýnilega hefur
mest að gert vígi Páls, annar en Eiríkur Hall-
dórsson, verið ávarður Birni og hans fólki,
eins og áður er að vikið. En hvernig sem raun-
veruleg afskipti Bjarnar Þorleifssonar hafa
verið af vígi Páls á Skarði, þá er hitt víst, að
hann hefur einungis lent í þridja flokkimim.
Hann hefur sennilega komið fram séttareiði
um það, að hann hafi aðeins verið með í för-
inni, en ekki gert meira að, eða þeir bræður
Ormur og Guðni hafa ef til vill eigi krafið
hann eiðs. Það kann að hafa verið talið víst,
að hann hafi hvorki gengið með vopnum í
skálann né rofið þakið á litlustofunni, þar
sem Páll hafðist við. En allt um það gat hann
hafa gefið mönnum þeirra Eiríks skipanir,
stjórnað verkinu að einhverju leyti, enda er
ekki sýnilegt, hvers vegna Björn var með í
förinni, ef hann hefur engin afskipti viljað
hafa af því, sem þar yrði gert.