Saga - 1949, Blaðsíða 45
41
það almælt árið 1507, að Grundar-Helga hafi
látið taka Smið af, meðal fólks á Vestfjörðum,
er var nákunnugt niðjum Grundar-Helgu og
Einars. En sögnin um þetta er auðvitað ekki
það ár til komin. Vitnisburðurinn skírskotar
til Guðrúnar Sigmundardóttur, ömmu (föður-
móður) Bergljótar, er orðið hafi 92 ára, um
barneign Grundar-Helgu og Einars Eiríksson-
ar. Halldór, sonur Guðrúnar og faðir Berg-
ljótar, gekk að eiga Oddfríði Aradóttur 1420.1)
Hann er sagður hafa verið sveinn hjá Vatns-
fjarðar-Kristínu dóttur Bjarnar Jórsalafara
(d. 1415) og Þorleifi Árnasyni. Það hefur hann
vafalítið verið, áður en hann kvæntist, og hlýt-
ur því að vera fæddur nokkru fyrir 1400, eða
að minnsta kosti ekki síðar. Guðrún Sigmund-
ardóttir, móðir hans, hefur því sennilega verið
fædd 1370—1380. Þó að það sé ekki sagt ber-
um orðum í vottorði þeirra Gríms prests, af
hverjum hún, faðir hennar eða amma hafi
heyrt það að Helga hafi látið taka Smið af,
þá virðist það nokkurn veginn víst, að sögnin
um það sé runnin frá niðjum Helgu, Birni
bóndi Bergljótar var Þorsteinn Sveinsson, einnig jarS-
eigandi og stórbóndi, en sonur þeirra Bergljótar og
borsteins var einmitt Grímnr Þorsteinsson officialis í
Holti í Önundarfirði, sá er vottar áðurnefnd ummæli
Bergljótar (Sjá ísl. fornbrs. IV. 278, 353, 525, 627,
^HI. 339, 775—776, Sýslum. æfir II. 9.). Það er og
kunnara en frá þurfi að segja, að margt áttrætt fólk
hefur óskert minni, einkum um atburði og atvik, sem
gerzt bafa í ungdæmi þeirra, enda skipta í ýmsum
fflalum, t. d. landamerkjamálum, oft vitnisburðir slíks
íólks mjög miklu máli.
1) ísl. fornbrs. IV. 278.