Saga - 1949, Blaðsíða 110
106
eða tekið að sér að greiða manngjöldin og hafa
sjálfsagt hlotið að gera það. Er sennilegt, að
orðið hafi samkomulag um það, hversu há
manngjöldin skyldu verða og hverir gjalda
skyldu. En úrlausn um það, hvort Smiður yrði
talinn „bótamaður“, skyldi skotið til alþingis.
Á Spjaldhagaþingi hefur naumast verið margt
manna, sem ekki hefur beint eða óbeint verið
riðnir við Grundarfund 1362, og því var eðli-
legt, að aðalúrlausninni var skotið til alþingis,
þar sem nefna mátti óhlutdræga eða nokkurn
veginn óhlutdræga lögréttumenn til þess að
segja álit sitt um það, hvort Smið skyldi bæta
eða ekki. Á alþingi hefur það svo gerzt, að
Þorsteinn Eyjólfsson, lögmaður um land allt,
hefur nefnt lögréttumenn, sennilega 12 eða
ef til vill 24. til álits um málefnið. Þeir hafa
talið Smið „bótamann“, en Þorsteinn hefur
samþykkt úrlausn eða tillögur þeirra, eins og
venja var.
Afskipti Þorsteins af máli þessu kynnu í
fljótu bragði að benda til þess, að sjálfur hefði
hann hvergi nærri Grundarfundi komið, með
því að annars hefði hann verið hér að dæma
í sjálfs sín sök. Og því verður ekki neitað, að
slík athugasemd er mjög eðlileg nútíðarmönn-
um, sem gera ráð fyrir því, að enginn gegni
dómarastörfum í rnáli, sem hann er að nokkru
leyti riðinn við. En á þeim tímum, sem hér er
um að tefla og lengi síðan, var það algengt,
að valdamenn nefndu menn í dóm til álita um
málefni sem skipti þá sjálfa miklu. Þetta sýn-
ist fyrst og fremst hafa verið almenn regla
um katólsku biskupana, sem gerðu það ekki
einungis í málum, sem vörðuðu presta og kirkj-