Saga - 1949, Blaðsíða 160
156
læst stofunni, og Páll hafi komizt í panzara,
en í dóminum segir, að þeir Eiríkur hafi gert
tvær „skorpur" og hvílt sig á milli. Hafi Páll
milli annarrar skorpunnar komizt í skyrtu, en
milli annarrar í hosur. Skyrtan er líklega panz-
arinn, sem arfsögnin getur. Þá hafi stofan
verið rofin og grjótinu verið kastað inn. Þeim
hefur sókzt seint að vinna Pál, meðan þeir
urðu að sækja hann um stofudyrnar, og þá
hafa þeir tekið þann upp að rjúfa stofuþakið
og kasta grjóti að honum. Arfsögnin greinir
svo, að einn manna Eiríks hafi áður verið
sveinn Páls. Hafi Páll gefið honum sverð og
hanzka. Þessi maður hafi lagt Pál fyrir neðan
panzarann í gegnum lærið, og hafi Páll mælt
til hans nokkrum orðum. Dómurinn greinir
ekkert um það. Ef marka má sögn þessa, þá
hefur þessi maður verið Páll Aronsson, sem
þyngstum gjöldum verður að svara fyrir atvist
að vígi Páls og síðar verður nefndur. Eftir að
grjótkastið hófst, þá segir í dóminum, að Páll
hafi ekki getað varizt lengur, enda hafi Ei-
ríkur þá komizt í stofuna og lagt Pál „fyrir
mitt lífið“. Hefur Eiríkur því lagt hann í kvið-
inn undir panzarann, ef hann hefur í panzara
komizt. Hafi Páll þá snarað sverðinu og gripið
af sér lagið, sagzt vera ,,fanginn“ og fallið af
mæði niður á gólfið. Arfsögnin getur þessa
ekki, en segir einungis, að „þeir“ hafi sært
Pál mörgum sárum. Dómurinn segir, að „þessi
maður“, þ. e. sveinn hans, er inni var hjá
honum í litlustofunni, hafi þá setzt undir höf-
uð Páli, sem hafi legið á grúfu, en Eiríkur
hafi farið út að sinni. Síðan hafi Eiríkur komið
aftur inn, er stund var liðin, og spurt Pál,