Saga - 1949, Blaðsíða 86
82
Ivilpr herði högg,
hjálmgríðr1) (þ. e. öxi) tögg
vel hvöss og hrein
rétt hold sem bein.
Með þunga þraut
þegn falla lilaut.
Hjörs neytti hagr.
Hér falli bragr.
Mannfall varð nokkurt á Grundarfundi. Gott-
skálksannáll greinir það ekki nánara en svo,
að ,,margir“ hafi fallið af Sunnlendingum, og
,,nokkrir“ af Norðlendingum. Lögmannsannáll
segir nærri 10 hafa fallið af Sunnlendingum
og nærri svo margt af Eyfirðingum. Skálholts-
brotið segir 13 fallna, 8 af sunnanmönnum og
5 af Eyfirðingum. En Flateyjarannáll telur þá
14, 8 að sunnan, en 6 af norðanmönnum. Flat-
eyjarannáll nefnir 7 Smiðsmenn með nafni og
5 norðanmenn, en Lögmannsannáll nefnir ein-
ungis þrjá af mönnum Smiðs (Jarp, Hannes
og Jón lang). Eru þessir föllnu menn víst allir
óþekktir,2) nema Jón Guttormsson, enda munu
1) Snorri Sturluson segir (Snorra Edda, Ivhöfn 1931,
bls. 153), aS öxi heiti „tröllkona hlífa“, og færir vísu-
brot til dæmis um það. GríSr er, sem kunnugt er, tröll-
konu heiti, en lijálmur er ein hlífa. Hjálmgríðr merkir
því öxi, en ekki kylfu. í vísubroti því, sem Snorri fær-
ir til, er öxi kölluð „fjörnisgríðr", en „fjörnir" er
hjálmur. Það liæfir og vel, að kalla öxi vel livassa og
hreina, eins og Snjólfur skáld gerir, en á ekki viS um
kylfu, jafnvel þótt hún væri járnrekin, eins og kylfur
þær, sem Jón Guttormsson var drepinn meS, eru sagð-
ar hafa verið.
2) Björn Þórðarson, einn þeirra föllnu norðanmanna,