Saga - 1949, Blaðsíða 177
173
Sagnritararnir fjórir segja, að tveir Eyrar-
manna hafi farið utan með Eiríki Halldórssyni,
en eigi hafi nema annar þeirra komið aftur
til íslands, og nafngreinir sira Þórður og
Espólín þann mann og greina nokkuð niðja
hans. Um Pál Aronsson er það víst, að hann
var hér á landi að minnsta kosti til 1501, því
að hann kemur hér við bréf árin 1498—1501,
eins og áður var greint, en árið 1504 er gef-
inn út ódagsettur vitnisburður um það, að
hann hafi greitt að fullu það gjald, sem hann
skyldi af hendi inna til þeirra bræðra Orms
og Guðna.1) Má líklegt þykja, að þá fyrst hafi
hann hugsað sér að fara utan, líklega með
Birni Þorleifssyni.
Um Björn Þorleifsson er það víst, að hann
var hér á landi óslitið til 1504, því að hann
kemur við allmarga gerninga flest árin frá
1498 til 1504. Átti hann þá, sum árin að
minnsta kosti, í málastappi út af arfi eftir
föður sinn, þó að Páll á Skarði væri ekki leng-
ur til viðurmælis. En 29. júní 1504 á Þingvelli
gefur höfuðsmaður Birni griðabréf til næsta
Öxarárþings (1505) og það lengur, sem hann
gæti ekki komizt fyrir konginn, eða löglegur
umboðsmaður hans.2) Björn hefur sjálfur farið
utan þetta ár (sumarið 1504). Hinn 25. janúar
1505 gefur Hans konungur honum „í heiður
við guð sakir góðra manna bænarstaða........
grið og frið fyrir oss og hverjum manni, með
þeim hætti, að hann bæti við guð, krónuna
1) ísl. fbrs. VII. 741.
2) ísl. fbrs. YII. 701—702.