Saga - 1949, Blaðsíða 33
29
Einar prestur Hafliðason á Breiðabólstað með
honum. Biskup tók messuambætti af prestum
þeim, er móti honum höfðu risið og kallaði þá
í banni, en þeir skeyttu því engu. Vín tóku
þeir úr kirkju á Silfrastöðum, er þangað hafði
gefizt frá Hólum.1) Þetta hefur þó ekki verið
gert að óvilja staðarhaldarans, sem verið hefur
Sigurður Guðmundsson lögmaður. Er hann auð-
vitað sá Sigurður bóndi á Silfrastöðum, sem
ekki vildi taka við Jóni biskupi á yfirreið hans
um biskupsdæmið.2) En Sigurður Guðmundsson
var ekki einn höfðingja í andstöðu við biskup.
Má sjá það á vottorði frá 1. júlí 1365,3) að
konungur hefur stefnt fjórum nafngreindum
höfðingjum fyrir sig vegna mótþróa þeirra við
biskup, þeim Sigurði Guðmundssyni, Eiríki
Magnússyni ríka á Möðruvöllum, Ólafi Péturs-
syni lögmanns, í Gnúpufelli, og Gunnlaugi Ste-
fánssyni. Svo segir og í vottorði þessu, að bisk-
up hafi krafið Ólaf Pétursson, sem þá hafi
haft hirðstjórn og sýslu norðanlands, að hann
skyldi styrkja hann til að ná sínum og kirkj-
unnar eignum af prestum þeim, sem héldu
þeim móti hans vilja. Utanstefnubréfið þekkist
nú ekki. Þorsteinn Eyjólfsson er að vísu ekki
nefndur rneðal andstæðinga biskups, en naum-
ast mun vafasamt, að hann hafi verið með
prestunum eyfirzku. Árið 1361 segir Skálholts-
brotið, að þeir nafnar, Þorsteinn prestur Halls-
son, Þorsteinn Eyjólfsson og Ólafur Pétursson,
hafi keypt skip til utanfarar, en ekki varð af
1) Isl. Annaler bls. 225, 278, 358, 408.
2) Isl. Annaler bls. 227.
3) ísl. fornbr.safn III, 208—210.