Saga - 1949, Blaðsíða 119
115
íslenzkur maður hefur, svo að kunnugt sé, bor-
ið þetta nafn fram til þeirra tíma, sem hér
skipta máli, Bótólfur Þorsteinsson, langalang-
afi Markúsar Þórðarsonar á Melum og Sturlu-
sona, Þórðar, Sighvats og Snorra.1) Sést hvergi,
að Bótólfsnafnið hafi gengið í þessum miklu
ættum, sem af Bótólfi þessum voru komnar.
Síðan hef ég ekki fundið nafn þetta á nokkr-
um íslenzkum manni fyrr en í bréfi einu frá
1398. þar sem Þorsteinn Bótólfsson leikmaður,
annars alveg óþekktur maður, vottar um til-
tekið efni.2) 1 íslenzkum höfðingjaættum hefur
nafn þetta því fráleitt gengið. Því mundi að
öllum líkindum hafa skotið upp einhvers staðar
í heimildarritum, ef nokkur stórættaður at-
kvæðamaður hefði borið það. Hins vegar var
nafnið nokkuð títt í Noregi frá því á 13. öld.
Bótólfur (d. 1246) hét fyrsti norski biskupinn
á Hólum, eins og kunnugt er, og á 14. öld bera
margir menn í Noregi Bótólfsnafn, þar á meðal
tveir biskupar, Bótólfur biskup í Stafangri3)
og Bótólfur biskup af Hamri.4) Prestur einn,
Bótólfur Hákonarson, kemur og við bréf í
Noregi laust eftir 1300.5)
Þó að Gottskálksannáll, sem tekur það fram,
að Smiður hafi verið skírnarnafn mannsins,
segi ekkert berum orðum um þjóðerni hans,
þá sýnist þó mega ráða það af orðum ann-
álsins, að ritarinn hafi ekki getað talið Smið
1) Landnámabók Rvík 1948 bls. 53, 197, 216, 263, 267.
2) ísl. fornbr.safn IV. 242.
3) ísl. fornbr.safn III. 43, 47.
4) ísl. fornbr.safn III. 36, 41, 46.
5) ísl. fombr.safn II. 333, 372.