Saga - 1949, Blaðsíða 179
175
Björn Þorleifsson lifði langa æfi eftir þetta
og átti jafnan í deilum um arf eftir föður
sinn, fyrst við Björn Guðnason frænda sinn í
Ögri (d. 1518) og síðan við niðja hans. Hafði
Björn Þorleifsson þó vafalaust réttan málstað
í þeim deilum, en móti voru menn harðsnúnir,
sem ekki vildu löglega dóma halda, en heim-
reiðir og fjárupptektir gengu á víxl.
Menn voru sízt spakari eða löghlýðnari hér
á landi á 15. öld og fram um miðja 16. öldina
en þeir höfðu verið á 12. og 13. öld. Heim-
reiðir og vígaferli voru víst ekki stórum ótíð-
ari á 15. og fyrra helmingi 16. aldar en verið
hafði fyrrum. Munurinn var að eins sá, að á
13. öld deildu menn og börðust um pólitísk
völd, en á 15. og 16. öld deildu menn og börð-
ust um fé. Og stórorrustur voru ekki háðar
meðal Islendinga á 15. öld og 16., eins og
nokkrum sinnum á 13. öld. Vopnaburður var
þó mjög almennur á 15. og 16. öld, og ef til
vill voru menn þá betur vopnum búnir en á
13. öld, því að líklega hefur vopnaflutningur
til landsins verið þá meiri en á 13. öld. Væri
það efni vert rannsóknar, eins og svo rnargt
annað í miðaldasögu landsins, sem margt má
enn heita órannsakað.
Páll á Skarði hélt vafalaust ranglega föður-
arfi Bjarnar Þorleifssonar og systra hans. Fyr-
ir það er Páll veginn níðingsvígi. En þar skilur
giftu þeirra Eiríks Halldórssonar og Bjarnar
Þorleifssonar, að Eiríkur er hafður á odd-
inum, vinnur níðingsverkið og fyrirgerir lands-
vist, fé og friði. En Bjöi'n, sem þó á tvöfalt
meiri hagsmuna að gæta, heldur sér bak við,