Saga - 1949, Blaðsíða 118
114
Smiður Gunnarsson, Smiður Þorgeirsson o. fl.
Mjög virðist það líklegt, að þeir Bótólfur og
Smiður Andréssynir hafi verið bræður, þó að
ég viti ekki til, að nokkur gögn séu til, er
skeri úr um það. Auðvitað skiptir það ekki
máli í þessu sambandi, þó að Smiður komi
ekki við sögu hér á landi fyrr en 20 árum
seinna en Bótólfur. Bótólfur má hafa verið
eldri en Smiður. En það er þó alveg óvíst.
Bótólfur hefur sennilega verið fremur ungur
maður en gamall, er hann kemur hingað. Og
jafnvel þótt 20 ára aldursmunur væri milli
þeirra, þá hafa þeir auðvitað vel getað verið
bræður, meira að segja albræður fyrir því.
Hvorki Jón Pétursson né heldur dr. Jón
Þorkelsson færa nokkra ástæðu til þess, er
þeir halda Smið hafa verið af „ætt Oddaverja
eða Andrésar Sæmundssonar". En líklegast
halda þeir þetta af því, að þeir Bótólfur og
Smiður voru Andréssynir. En það er auðvitað
ákaflega léttvægt atriði. f fyrsta lagi væri það
engin röksemd um það. að Smiður hefði verið
Oddaverji. þótt hann hefði verið íslenzkur, því
að Andrésarnafnið, sem er dýrlingsheiti, eins
og allir vita, var naumast um miðja 14. öld
bundið við þessa einu ætt hér á landi, þótt það
kunni að eiga upptök sín í henni. f annan stað
var Andrésarnafnið sízt ótíðara í Noregi en á
íslandi á 13. og 14. öld. í Heimsbringlu Snorra
bera t. d. sex menn nafn þetta. Biskupar voru
nokkrir í Noregi á 14. öld, er nafn þetta báru.
Má sannfæra sig um þetta með því að fletta
upp í nafnaskrám.
Bótólfsnafnið bendir ekki heldur til íslenzks
uppruna þess manns, sem það bar. Aðeins einn