Saga - 1949, Blaðsíða 173
169
Benediktsson eigna einum ónafngreindum fylgj-
ara Eiríks. Hefur Páll þessi Aronsson auð-
sjáanlega verið mjög ávarður Birni Þorleifs-
syni og Ingvildi Helgadóttur, móður hans, því
að hún, sem þá hafði ráðist til Helgafells í
próventu,1) gekk í ábyrgð fyrir Pál um greiðslu
áðurnefndra 20 hundraða.2) Með þessum hætti
hefur Páll keypt sig í frið við þá bræður, Orm
og Guðna, enda er Páll vottur að gerningum,
sem Björn Þorleifsson er við riðinn, árin 1498
og 1499, og árið 1500 fær Björn honum til
eignar jörðina Látur í Aðalvík3 4). Virðist Páll
hafa fengið jörðina að gjöf, því að alls ekki
er getið endurgjalds fyrir hana í bréfinu.
Mætti þó vera. að jörðin hafi látin verið í
þjónustulaun. Árið 1501 veitir Guðni Jónsson
Páli þessum fulla viðurkenningu um greiðslu
þess fjár, sem um hafði verið samið, og lýsir
hann í fullum friði fyrir sér og sínum eftir-
komendum.1)
Páll þessi Aronsson hefur sennilega verið
sonarsonur Þórarins Aronssonar prests Helga-
sonar að ökrum á Mýrum. Þórarinn var löng-
um með Birni ríka og er einn þeirra, sem
skiptir búi hans 1467 með Ólöfu ríku og börn-
um hennar. Hefur Páll Aronsson komizt í
þjónustu Bjarnar Þorleifssonar yngra og sýni-
lega verið hans maður, þegar Páll á Skárði var
veginn. Hafa því lengi verið tengsl milli þess-
ara ætta, og því er það, að Ingvildur Helga-
1) ísl. fbrs. VII. 331.
2) ísl. fbrs. VII. 371.
3) ísl. fbrs. VII. 401, 420, 528—529.
4) ísl. fbrs. VII. 589—590.