Saga - 1971, Qupperneq 8
6
JÓN STEFFENSEN
byggzt, þegar Haraldur brauzt til valda í Noregi, þar sem
sá heimildarmaður Snorra, er hann hafði hvað mestar mæt-
ur á, Ari Þorgilsson, segir aðeins, að Island hafi byggzt
á dögum Haralds hárfagra. Það er engin ástæða til að álíta,
að Ari hafi átt við „fundizt" einnig, því um Grænland segir
hann „fannsk ok byggðisk af Islandi". Þetta er þó lítið
atriði miðað við það, að Snorri getur ekki víkingaferða
fyrr en um tveimur kynslóðum síðar en þær hefjast. Nu
er það nokkuð almenn skoðun sagnfræðinga og styðst við
formála Snorra að Heimskringlu, að um tímaviðmiðun
fari hann mest eftir Ara fróða. Það er því mikilvægt að
gera sér grein fyrir, hvaða hugmyndir hann muni hafa
gert sér um upphaf víkingaferða.
Svo er að sjá sem þeir, er 1 vissum skilningi báru ábyrgð
á andlegu uppeldi þjóðarinnar, biskuparnir, hafi falið Ara
fróða tvö mikilvæg verkefni þess efnis að tengja íslenzka
menningu hinni alþjóðlegu eða latnesku, ef svo má að orði
kveða. Annað var, ásamt Þóroddi rúnameistara, að taka
upp latínuletur í stað rúna við ritun á móðurmálinu, eða
eins og segir í formálanum fyrir fyrstu staffræðinm i
Snorra-Eddu: „Skal yður sýna hinn fyrsta lesturshátt, sv°
ritinn eptir sextán stafa stafrófi í danskri tungu, eptir
því sem Þóroddur rúnameistari og Ari prestur hinn fróði
hafa sett á móti latínumanna stafrófi, er meistari Prisce-
anus hefir sett“ (bls. 160). Þó að vitneskjan um þetta
starf sé brotakennd, fæ ég ekki betur séð en að það hafi
verið nauðsynleg undirbúningsvinna þess, að ritun a
lenzku með latínuletri gæti orðið með skipulegum hætti
(sjá frekar um þetta atriði Jón Steffensen, 1968).
Hitt verkefnið var að tengja innlenda tímatalið, sem var
afstætt, þ. e. miðað við ýmsa eftirminnilega viðburði, tíma'
tali kirkjunnar, sem miðaði við fæðingu Krists, og tel e_£’
að í Islendingabók felist tilraun til þess að leysa það ver
efni. Það væri eðlileg skýring á því, hve stuttorð bókin er;
og jafnframt á því, hvers vegna ættatal og konunga®vl
fylgdi eldri gerð hennar. Loks var það mikið nauðsynJa