Saga - 1971, Side 10
8
JÓN steffensen
andaðist Skapti Þóroddson lögsögumaður, — og falli Har-
alds harðráða 1066, — það sumar tók Kolbeinn Flosason
lögsögu, — og um aldamótin er þess getið, að þá höfðu
þeir Eysteinn og Sigurður verið sautján vetur konungar
í Noregi eptir Magnús föður sinn, son Ólafs kyrra. Frá
ólafi Tryggvasyni er þannig lögsögumannatalið örugg-
lega tengt konungaröð Noregs, en fyrir fall hans hefur
Ara ekki tekizt að njörva þessi töl tryggilega saman. I fyrri
gerð Islendingabókar hefur hann reynt að rekja röð Nor-
egskonunga á sama veg og lögsögumennina, og hefur það
verið uppistaðan í konungaævi, en ráða má af síðari gerð
bókarinnar, að það hafi ekki tekizt á viðhlítandi hátt fyrir
fall ólafs Tryggvasonar, og e. t. v. þess vegna hafi kon-
ungaævi verið sleppt úr henni. Einu tengslin á milli kon-
unga- og lögsögumannatalanna á þessu tímabili eru við
ævi Haralds hárfagra, og hafa þau á sér blæ ágizkana, eins
og eftirfarandi tilvitnanir úr Islendingabók bera með sér :
„Svá hafa ok spakir menn sagt, at á sex tegum vetra yrði
Island albyggt, svá at eigi væri meirr síðan. Því nær tók
Hrafn lögsögu Hængsson landnámsmanns, næstr tJlf"
ljóti .. “ „Þat var sex tegum vetra eptir dráp Eadmundar
konungs, vetri eða tveim áðr Haraldr enn hárfagri yrði
dauðr, at tölu spakra manna“ (bls. 9). Aðrar viðmiðanir
við ævi Haralds hárfagra eru: „ísland byggðisk fyrst yr
Noregi á dögum Haralds ens hárfagra, Halfdanarsonar ens
svarta, í þann tíð — at ætlun og tölu þeira Teits fóstra
míns“ — er Ivarr Ragnarsson loðbrókar lét drepa Ead-
mund enn helga Englakonung, en þat var sjau tegum
[vetra] ens níunda hundraðs eptir burð Krists, at því eT
ritit er í sögu hans.
Ingólfr hét maðr nórænn, er sannliga er sagt at f®rl
fyrst þaðan til Islands, þá er Haraldr enn hárfagri vaf
sextán vetra gamall, en í annat sinn fám vetrum síðarr •
Og loks: „En svá er sagt, at Haraldr væri sjau tegu vetra
konungr ok yrði áttræðr" (bls. 4-6). Á það hefur réttilega
verið bent, að síðari setningin rjúfi samhengi frásaguar'