Saga - 1971, Qupperneq 12
10
JÓN STEFFENSEN
hárfagra eignuð 73 ríkisstjórnarár, en í íslendingabók eru
þau aðeins 70, nema gengið sé út frá, að annað hafi staðið
í eldri gerðinni, en það er ekki sennilegt. Ari fróði vitnar
til Sæmundar prests um fall ólafs Tryggvasonar, og hafa
þar af sumir ályktað, að hann hafi verið aðalheimildar-
maður Ara um konungaævi, en það er ólíklegt, því bæði
segir hann heimildarmanninn annan og svo mun það hafa
verið álit Sæmundar, að Haraldur hárfagri hafi ríkt 73 ár,
að því er marka má af kvæðinu Noregskonungatali (Flat.
II, 520), sem hefur Sæmund að heimildarmanni um ævi
fyrstu stjórnenda Noregs. Þetta kvæði verður að teljast
nokkuð traust heimild um það, hvernig Noregskonunga-
tal Sæmundar fróða hefur verið, og samkvæmt því líða hið
skemmsta 148 ár frá falli Ólafs Tryggvasonar til þess, er
Haraldur hárfagri kom til ríkis, sem þá hefur orðið 852,
en samkvæmt Islendingabók er hann fæddur það ár eða
árinu fyrr. Það er vafalaust, að talsvert hefur borið á mih1
skoðana Sæmundar og Ara á ævi Noregskonunga fyrir fall
Ólafs Tryggvasonar, og ágreiningurinn hefur verið þesS
eðlis, að þeim hefur ekki reynzt mögulegt að skera úr, hvað
réttara væri, og því kann að hafa verið ákveðið að slepPa
henni, þar sem hún gat ekki orðið traustur tímatalsgrund-
völlur. Úr ævi Haralds hárfagra var aðeins því haldið, sem
nauðsynlegt var til þess að sýna samband hennar við upP'
haf landnámsins og lögsögumannatalsins.
Þriðja talið, sem Ari notar til að tímasetja atburði, el
áttartala, sem var í eldri gerð Islendingabókar. Þar hafa
verið raktar ættir hinna kunnustu manna til landnámS-
manna í þeim tilgangi að tengja lögsögumannatalið upP'
hafinu — landnáminu. Þessi kafli hefur sennilega verið a
mestu á þeim stað í eldri gerðinni, sem svarar til annars
kapítula yngri gerðarinnar, og eru hinir fjórir landnema1'
og ættirnar frá þeim, sem þar er getið, einskonar sýms'
horn þess, sem var í eldri gerðinni, þó án ættrakninga1'-
Það er einnig hugsanlegt, að þar sem hvers einstaks log^
sögumanns og biskups er getið í yngri gerðinni, haf1 1