Saga - 1971, Qupperneq 14
12
JÓN STEFFENSEN
hinna fornu annála á ýmsum innlendum atburðum; hún
mun að verulegu leyti runnin frá Ara, eins og Barði Guð-
mundsson (1936) hefur bent á, enda mörg ártalanna sótt
beint í íslendingabók.
Ein þeirra tímasetninga, sem fengnar eru úr konunga-
sögum, er, að Hafursfjarðarorusta hafi verið háð árið 872.
Islendingabók getur ekki þessarar orustu, og ég tel mjög
ósennilegt, að þetta hafi verið skoðun Ara. Þvert á móti
má leiða líkur að því, að hann hafi talið hana háða all-
miklu síðar. Guðbrandur Vigfússon rannsakaði tímatal í
Islendingasögum og birti um það mikla ritgerð (S. t. s. Isl-
I, 185-502, 1856), þar sem hann kemst að þeirri niður-
stöðu, að Landnámabók „hættir við að setja útferðir land-
námsmanna of náið Hafursfjarðarorustu; það var ekki
fyrr en 15-20 vetrum síðar, að landið fór að byggjast í
algleymingi" (bls. 229). Hann áleit þá, að Hafursfjarðar-
orusta hefði staðið 872, en síðar breytti hann um skoðun á
því í samræmi við þessa niðurstöðu sína. Ari fróði hefur
þekkt allar sömu landnámsmannaættir og Guðbrandur og
hefur eflaust komizt að sömu niðurstöðu og hann um þa®>
hvenær mestur straumur landnámsmanna var til landsins.
Þeir fóstbræður Ingólfur og Hjörleifur fóru til íslands
vegna deilna við syni Atla jarls hins mjóva af Gaulum, en
samkvæmt Fagurskinnu og Heimskringlu barðist Atli við
Hákon jarl Grjótgarðsson, sem féll í þeirri viðureign, en
Atli lézt af sárum skömmu síðar. Þessi orusta var háð
nokkrum vetrum fyrir Hafurfjarðarorustu. Hafi Ari hugS'
að sér þá orustu 872, þá samrýmist það ekki því, að þen’
fóstbræður hafi farið úr Noregi vegna deilna við Atla og
syni hans, en sú sögn mun einnig hafa staðið í Melabók
(Landn. 1921, 41 nm.), og því líklega úr frumgerð Land-
námu. Sama er að segja um eftirfarandi kafla úr Mel®'
bók: „örn hét maðr ágætr; hann varð missáttr við Hákon
jarl Grjótgarðsson ok fór af því til Islands ok nam Arnar-
fjörð allan, áðr örlygr kæmi út“ (Landn. 177). Þetta segb
ekki maðr, sem hefur trú á því, að Hafursfjarðarorusta