Saga - 1971, Blaðsíða 16
14
JÓN STEFFENSEN
og hún getur komið heim við það, að orustan á HafursfirðJ
hafi verið háð nálægt 885.
Um skoðun Ara fróða á því, hvenær Haraldur hárfagri
dó, leikur enginn vafi, það var 931 eða 932, en þrátt fyrir
það hafa æ fleiri fræðimenn síðari tíma hallazt að því,
að það væri rangt og hann muni ekki hafa látizt fyrr en
945. Um rökin, sem hafa verið færð fyrir þessu, vil ég
vísa til yfirlits Sigurðar Nordals í formála fyrir Egils
sögu (1933) og Bjarna Aðalbjarnarsonar í formála fynr
Heimskringlu, I. (1941), en ég mun aðeins fara nánar út
í þau tvö atriði, er meginþungi röksemdanna hvílir á.
Annað þeirra er, að Hafursfjarðarorusta hafi verið
háð um 885, og það mun hafa verið álit Ara. En þar serti
hann þrátt fyrir það telur dánarár Haralds 931 eða 932,
getur breyting á árfærslu orustunnar ekki frekar nú tal-
izt nauðsynlegt.
Hitt atriðið er veigamestu rökin. Það eru ályktanir
dregnar af samskiptum Eiríks blóðaxar og Egils Skalla-
grímssonar, sem sagt er frá í sögu hans. Þó fallizt sé a
þau rök, sem færð hafa verið fyrir því, að orustan á VÍD'
heiði sé sú sama og við Brunanburg 937 og að Egill kaf1
vegið Atleyjar-Bárð 935 og sótt mál sín á Gulaþingi 946,
allt ártöl, sem leidd eru af erlendum tímasetningum dán-
arárs Gorms gamla Danakonungs 936 og töku Eiríks blóð'
axar til konungs yfir Norðimbralandi 948, þá get ég ékk1
séð, að þar af þurfi að leiða, að Haraldur hárfagri haf1
látizt 945. Það má rétt vera, sem bent hefur verið á, a
ólíklegt sé, að Eiríks væri ekki getið fyrr á Bretlands-
eyjum en 948, ef hann hefði verið landflótta frá því 933-
En þetta skiptir bara litlu máli. Kjarni málsins verður,
upp úr hvoru sé meira leggjandi, að Haraldur hárfagrl
hafi dáið 931 eða 932 eða að Eiríkur hafi aðeins ríkt tv°
ár að honum látnum. Fyrir hvorutveggja eru góðar hem1
ildir, hinu fyrra Islendingabók og hið síðara má líkleg3
rekja til Sæmundar fróða gegnum Noregskonungatal. &
sé skoðun mín á tilganginum með ritun Islendingabókar