Saga - 1971, Blaðsíða 18
16
JÓN STEFFENSEN
traustar, því gildi þeirra á þjóðveldisöld var mikið, sem
Grágás er órækt vitni um. Þau lög miða allt við ættina,
hún er hinn fasti punktur, sem tekið er mið af, og eina
framkvæmdavaldið í ríkinu. Það hefur þess vegna verið
engu þýðingarminna að kunna full skil á ætt sinni en lög-
unum, og tel ég líklegt, að allmargar ættarskrár hafi verið
til með rúnaletri, áður en ritöld með latínuletri hófst.
1 Islendingabók gerir Ari grein fyrir nokkrum afstæð-
um ártölum í ætt sinni, og í bókarauka rekur hann ættina
í beinan karllegg aftur í gráa forneskju. Upphaf ættartöl-
unnar, sem hefst með Yngva Tyrkjakonungi og allt að
Ólafi hvíta, er mest skáldskapur, en þaðan í frá verður
hún að teljast traust. Ari er fæddur 1068 og er 6. maður
frá ólafi feilan, er fyrstur byggði þeirra á Islandi, eins og
segir í ættartölunni. Þorkell Eyjólfsson, 3. maður frá Ólafi
feilan og langafi Ara, er fæddur 978/79 og Snorri goði,
sem einnig er 3. maður frá ólafi, er fæddur 963/64. Það
líða þá milli fæðingar 3. og 6. manns frá Ólafi feilan 90-—
100 ár, og ef gert er ráð fyrir álíka tímalengd frá fæðingu
Ólafs til 3. manns frá honum, þá mun hann fæddur kring-
um 880. En hann er aftur 3. maður frá Katli flatnef, sem
þá er líklega fæddur fyrir 800. Ari verður þannig 9. liðuy
frá Katli og einnig frá Ölvi barnakarli, en 8. maður fra
Eyvindi austmanni, sem virðist þá hafa verið lítið eitt yngrl
en hinir tveir. Þegar Auður djúpúðga nemur hér land na-
lægt 890, á hún tvær giftar sonardætur, hún hefur þvl
ekki verið yngri en sextug og þá fædd fyrir 830. Tengda-
dóttir hennar, Þuríður, hefur þá verið komin yfir fertugt,
fædd fyrir 850. Bróðir Þuríðar, Helgi magri, sem nan1
land skömmu á undan Auði og átti þá gift börn, er senni-
lega fæddur um 840. Kona Helga og systir Auðar, Þórunn
hyrna, á síðasta barn sitt nýkomin til landsins og senni
lega nálægt 45 ára að aldri og þá fædd um 845. Eyvindur
austmaður er þá fæddur nálægt 815 og er setztur að fylir
vestan haf fyrir 840, því þar er Helgi magri sonur hanS
fæddur og uppalinn. Björn Hrólfsson, faðir Eyvindar, mun