Saga - 1971, Síða 20
18
JÓN STEFFENSEN
þá fæddur um 790 og trúlega kominn í víking skömrou
eftir 800, og líku máli gegnir um þá ölvi barnakarl og
Ketil flatnef. Það má telja öruggt, að þessir þrír menn
eru orðnir víkingar að minnsta kosti heilli kynslóð fyrii'
fæðingu Haralds hárfagra. Hitt er svo annað mál, að það
er ekki sönnun þess, að Ara hafi verið það ljóst.
í Sturlubók segir svo: „Váli enn sterki hét hirðmaðr
Haralds konungs ens hárfagra; hann vá víg í véum ok varð
útlægr. Hann fór til Suðreyja", — „litlu síðar en Ketill
flatnefr“, bætir Þórðarbók við. Þessa viðbót telur Jón Jó-
hannesson vera úr Melabók og „benda þau til þess, að þar
hafi verið skýrt áður frá vesturferð Ketils“. „Sennilega
hefur það verið fyrir daga Haralds hárfagra og alls ekki
af hvötum hans, eins og sagt er í Eyrbyggja sögu og
Sturlubók eftir henni“, segir Jón (Gerðir Landnámabókar,
1941, 125). Ég fellst alveg á þessa skoðun, en það sem hér
skiptir öllu máli fyrir hugsanlegt álit Ara, er það, hvort
í Frum-Landnámu hafi hvortveggja verið tekið fram, a^
Váli væri hirðmaður Haralds og farið til Suðureyja li^u
síðar en Ketill flatnefur. Það myndi ekki sá skrifa, er áliti,
að Ketill flatnefur hefði verið kominn vestur um haf fyrJr
daga Haralds hárfagra, en því miður verður nú eigi skorið
úr þessu atriði.
Ari fróði telur Ólaf hvíta meðal langfeðga sinna í tf'
lendingabók, en lætur þess ekki getið, að hann hafi verl
konungur í Dyflinni. Það segir þó ekki mikið, því af á
Ynglingakonungum, sem taldir eru þar, eru aðeins þrir
sagðir konungar. 1 Eyrbyggja sögu segir, að Ketill f*a '
nefur gifti Auði dóttur sína ólafi hvíta, er þá var mestur
herkonungur fyrir vestan haf (ísl. fornrit IV, 4) og
Sturlubók segir um hann: „vann Dyflinni á írlandi o
Dyflinnar skíri ok gerðisk þar konungr yfir“ (Isl. f°rnr
I, 136). Björn Magnússon ólsen hefur bent á, að heit*
Dyflinnarskíri (shire) verði naumast til fyrr en Englen
ingar lögðu Dyflinni undir sig 1170, og af því telur J°n
Jóhannesson „varlegast að gera ráð fyrir, að sögn Stur