Saga - 1971, Side 24
22
JÓN STEFFENSEN
varðveizlu hennar vísa ég til formála Fornritafélagsútgáf-
unnar, og hef ég litlu við að bæta frá eigin brjósti. Ari
fróði mun hafa verið viðriðinn frumgerð Landnámu, og
er það út af fyrir sig nokkur trygging fyrir því, að um
merk fræði sé að ræða. Þó ber að hafa það í huga, að
ekki er vitað, hvernig frumgerð Landnámu var, og skerðir
það talsvert gildi hennar miðað við Islendingabók, því
ekki er ætíð unnt að segja, hvað kunni að vera síðari höf-
unda viðbætir í hana. Það er því nauðsynlegt við rétt mat
á frásögn Landnámu á ætterni að gera sér ljóst, hvaða
skilning Ari Þorgilsson lagði í ættfærsluhugtök þau, er
hann notaði. En það kemur hvað skýrast fram í frásögn
hans af landnáminu. Um það segir í íslendingabók: „ÍS'
land byggðist fyrst úr Noregi á dögum Haralds hins hár-
fagra“ — og síðan: „varð för manna mikil mjög út hingað
úr Noregi til þess unz konungurinn Haraldur bannaði af
því honum þótti landauðn nema“. Þó að hæpið sé að leggja
trúnað á landauðn í Noregi, nokkurs staðar, verður ekki
hjá því komizt, að álit Ara hefur verið, að Island byggðist
gagngert úr Noregi. En það er ekki jafn auðsætt, hvað
felst í orðunum byggöist úr að skilningi Ara, þegar haft
er í huga það, sem hann segir í framhaldi af þessu um
hina tignustu landnámsmenn í hverjum landsfjórðungh
nefnilega: Hrollaugur son Kögnvalds jarls á Mæri byggð1
austur á Síðu; þaðan eru Síðumenn komnir. Ketilbjörn
Ketilsson, maður norrænn, byggði suður að Mosfelli hinU
efra; þaðan eru Mosfellingar komnir. Auður dóttir Ketils
flatnefs, hersis norræns, byggði vestur í Breiðafirði; Þa®'
an eru Breiðfirðingar komnir. Helgi hinn magri, norrsenn,
son Eyvindar austmanns byggði norður í Eyjafirði; þaðan
eru Eyfirðingar komnir“. Auður hin djúpúðga og Helg1
hinn magri komu ekki frá Noregi til Islands, heldur fra
Bretlandseyjum, og Helgi er elcki norrænn nema í föður-
ættina, móðir hans var írsk. Um þetta hefur Ara veri
vel kunnugt, því í lok Islendingabókar rekur hann sett sína