Saga - 1971, Page 25
TÖLFRÆÐILEGT MAT
23
til Auðar djúpúðgu, en Helgi magri var kvæntur systur
hennar.
Það verður af þessu ljóst, að með „byggðist fyrst úr
Noregi“ er Ari ekki að neita því, að margir komu vestan
Um haf, en leggur áherzlu á norrænt ætterni. Á sama hátt
Segir Landnáma oft aðeins deili á landnemunum í karl-
^egg. og verður að hafa þetta ríkt í huga, þegar meta skal
frásagnir hennar og íslendingabókar út frá líffræðilegu
sJonarmiði. Þegar þessar heimildir segja einhvern frá
þessu og þessu héraði eða af tiltekinni ætt, þá táknar það
einungis, að þaðan sé hann ættaður í kunnasta ættlegginn,
en aðrar og nákvæmari upplýsingar verða að gera út um
það, hve mikill hluti af konasafni (genic constitution) hans
Se þaðan kominn. Þær hafa sama hátt á og íslenzkir ætt-
fr’æðingar hafa alla tíð haft, er þeir sögðu deili á manni,
að vísa til ættar, sem alkunn var. 1 þessu tilfelli var vísað
«1 þeirra norrænu, en ættir Bretlandseyja voru hér lítt
þekktar.
Tilgangur þess að semja slík rit hefur einnig þýð-
lr*gu fyrir heimildargildi þeirra um uppruna þjóðarinn-
ar- Um Islendingabók verður ráðið í það af formála
fyrir henni, sem hefst svo: „Islendingabók gjörða ek
fyi’st biskupum vorum, Þorláki ok Katli . . .“. Sennilega
th þess, að þeir, sem meðal annars höfðu yfirumsjón með
*ennslumálum í landinu, hefðu handbæra stutta en ábyggi-
ega bók um sögu landsins í réttu tímatalssambandi við
u_na alþjóðlegu sagnfræði. Það gegnir öðru máli um Land-
Uamu, í engum af elztu varðveittu gerðum hennar er getið,
1 hvaða tilgangi hún sé samin, en í eftirmála Þórðarbókar
er hann sagður þessi: „Þat er margra manna mál, at þat
Se óskyldr fróðleikr at rita landnám. En vér þykjumst
Gmr svara kunna útlendum mönnum, þá er þeir bregða
°ss því, at vér séim komnir af þrælum eða illmennum, ef
Ver vitum víst várar kynferðir sannar, svá ok þeim mönn-
Um, er vita vilja forn fræði eða rekja ættartölur, at taka